Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 160
158
ÆGIR — AFMÆLISRIT
þess á lögura og rétti. I heimi samstarfs
og vinarhugs ættu íslendingar því að
mega treysta því, að málstaður þeirra
verði skoðaður með sanngirni. Það næg-
ir íslendingum. Ella er að taka því,
sem að höndum ber“.
Það e,r fróðlegt að athuga þær móttök-
ur, sem þessar ráðstafanir fengu á erlend-
um vettvangi.
Flestar þjóðir létu þetta afskiptalaust
og viðurkenndu með þögninni réttmæti
ráðstafananna. Aðeins fjórar þjóðir, Bret-
ar, Frakkar, Belgíumenn og Hollendingar,
sendu mótmæli, en skip þeirra fóru samt
eftir þeim reglum, sem settar höfðu verið.
Aðeins í einu landi, Bretlandi, var mót-
mælunum fylgt eftir með gagnráðstöfun-
um, en það var þegar löndunarbannið var
sett á íslenzkan fisk í Bretlandi í októ-
ber 1952. Að vísu voru það ekki stjórnar-
völd þar í landi, sem fyrir þessu stóðu
heldur var því komið til leiðar á þann
hátt, að yfirmenn á brezkum togurum hót-
uðu að ganga í land ef landað yrði fiski
úr íslenzkum togurum í Bretlandi og þorðu
fiskkaupmenn þá ekki að kaupa íslenzkan
fisk af ótta við, að brezku togurunum yrði
lagt upp. Ljóst var frá upphafi, að sam-
tök brezkra togaraeigenda stóðu að baki
þessum aðgerðum, en brezk stjórnarvöld
létu málið afskiptalaust og stuðluðu þann-
ig a. m. k. óbeint að því, að unnt var að
halda banninu við lýði. í fjögur ár stóð
deilan um bannið og má segja, að þeir
brezkir aðilar, sem hér áttu hlut að, hafi
að lokum gefizt upp á því að halda bann-
inu til streitu. Var deilan leyst í nóvember
1956 fyrir milligöngu sérstakrar nefndar,
er starfaði á vegum Efnahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu, en lengst af hafði Pét-
ur Benediktsson sendiherra átt sæti í
nefndinni, eða þar til hann lét af sendi-
herraembætti fyrrihluta árs 1956, en þá
tók við Hans G. Andersen sendiherra.
Höfðu Bretar frá upphafi viljað tengja
saman lausn löndunardeilunnar og land-
helgismálið og stefndu að því, að knýja
íslendinga til þess að gefa eftir og færa
fiskveiðilandhelgina inn a. m. k. á þeim
stöðum, þar sem þeir töldu sér hagkvæm-
ast.
Þegar allar tilraunir í þá átt fóru út
um þúfur og það kom auk þess í ljós, að
afli brezkra togara við ísland fór vaxandi,
miðað við fyrirhöfn, sáu upphafsmenn
löndunarbannsins tilgangsleysi þess að
halda áfram baráttunni og léttu af bann-
inu án þess nokkuð væri minnzt á land-
helgismálið í því sambandi.
Á undanförnum árum hafa farið fram
á alþjóðlegum vettvangi allmiklar umræð-
ur um víðáttu landhelginnar og hafa fs-
lendingar tekið sinn þátt í þeim eftir því,
sem aðstæður hafa leyft.
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefir
málið verið til umræðu síðan árið 1949,
enþá var þjóðréttarnefnd S.Þ. falið, að til-
lögu fslands, að athuga og gera tillögu um
víðáttu landhelginnar. Hefur málið ýmist
verið rætt á Allsherjarþingum eða innan
sérstofnana S. Þ. eða loks á sérstökum
sérfræðingaráðstefnum. Sú þróun, sem átt
hefir sér stað á alþjóðavettvangi í þessu
máli á þessu tímabili hefir að dómi þeirra,
sem bezt þekkja til, verið hagstæð mál-
stað íslands. Á Allsherjarþingi S. Þ. árið
1956 var málið enn til meðferðar eftir að
þjóðréttamefndin hafði endanlega geng-
ið frá tillögum um reglur á hafinu. Vonir
stóðu til, að það fengi þá endanlega af-
greiðslu, en svo varð þó ekki. Var sam-
þykkt tillaga þess efnis, að kölluð skyldi
saman alþjóðleg ráðstefna, er skyldi hafa
það hlutverk að ganga frá þeim reglum,
sem gilda skulu á hafinu þ. á. m. að því
er fiskveiðar varðar. Lögðust fulltrúar
íslands á Allsherjarþinginu mjög gegn
þessari afgreiðslu málsins, en fengu ekki
að gert. Þegar málið kom til afgreiðslu í
6. nefnd þingsins gerði fulltrúi íslands
þar, Hans G. Andersen, sendiherra, grein
fyrir afstöðu íslands í ítarlegri ræðu og
þykir mér rétt að birta hér þann kafla
ræðunnar, þar sem færð eru rök gegn því,