Ægir - 15.12.1959, Side 165
ÆGIR — AFMÆLISRIT
163
Ólafó
afóóon
Þátttaka íslands í alþjóðlegri samvinnu á sviði
íiskveiða
Eitt af sérkennum fiskveiðanna er, að
þær eru ekki eins staðbundnar og aðrir
atvinnuvegir. Landbúnaður er bundinn við
jörðina, skógarhöggið við skóginn, námu-
gröfturinn við námuna og mætti svo telja
áfram. Fiskveiðarnar á hinn bóginn
byggjast á fiskistofnunum í hafinu, sem
eru sumir hverjir a. m. k. mjög hreyfan-
legir.
Meginhluti fiskveiða fer fram eigi all-
fjarri ströndum og byggjast á því, að á
vissum tímum safnast fiskarnir saman oft
í mikilli mergð á landgrunnunum í því
skyni að hrygna eða þá í ætisleit.
Það liggur því í eðli fiskveiðanna, að
fiskimennirnir verða að elta uppi fiski-
göngurnar, þar sem þær eru í það og það
skipti. Innan fiskveiðilandhelginnar ræð-
ur hvert land yfir fiskveiðunum og getur
sett þær reglur, sem nauðsynlegar teljast,
en slíkar reglur miða að jafnaði að því
að vernda fiskistofnana fyrir ofveiði og
þar með að tryggja eðlilegan afrakstur af
þeim. Landhelgi hinna ýmsu landa er mjög
misjafnlega víðáttumikil í þessu tilliti, en
hér skal ekki rætt um það atriði.
Utan landhelginnar tekur svo við út-
hafið, þar sem öllum er frjálst að sigla
og stunda veiðar. Ef settar eru reglur
um fiskveiðar á því svæði verður það ekki
gert öðruvísi en með samkomulagi þeirra
þjóða, sem fiskveiðar stunda á hverju
svæði. Það er þarna, sem hin alþjóðlega
samvinna á sviði fiskveiðanna kemur til.
Það er augljóst, að fyrir okkur Islend-
ingar er það þýðingarmikið, að samvinna
takist um vernd fiskistofnanna utan fisk-
veiðilandhelginnar, því að meira eða
minna leyti eru það sömu stofnarnir, sem
veiðast á báðum svæðunum og sú vernd,
sem landhelgin getur veitt kemur því ekki
að fullum notum nema einhverjar skorður
séu reistar við ofveiði einnig utan land-
helginnar. Það er því eðlilegt og sjálfsagt,
að íslendingar ekki aðeins taki fullan þátt
í slíkri alþjóðlegri samvinnu heldur leggi
sig einnig fram til þess að hún megi bera
árangur.
Ein hin elzta alþjóðastofnun, sem til er
starfandi, er Alþjóðahafrannsóknai'áðið
(International Council for the Exploration
of the Sea). Var það stofnað árið 1902 i
Stokkhólmi af löndunum, sem liggja að
sjó í Norður- og Vestur-Evrópu. Lengst
af hefir stofnunin haft aðsetur í Kaup-
mannahöfn og er þar nú. Hlutverk stofn-
unarinnar er að vera vettvangur fyrir vís-
indamenn aðildarríkjanna á sviði fiski-
og hafrannsókna, þar sem þeir geta borið
saman bækur sínar og samræmt aðgerðir
sínar í rannsóknum á hinum ýmsu haf-
svæðum og fiskistofnum.
Enda þótt Island gerðist ekki fullgild-
ur aðili að Alþjóðahafrannsóknaráðinu
fyrr en árið 1937, höfðu íslenzkir fiski-
fræðingar tekið þátt í störfum þess
áður. Síðan hafa íslenzkir fiskifræðingar
jafnan tekið virkan þátt í störfum ráðsins
og frá ársbyrjun 1954 hlotnaðist Islandi sá
heiður, að dr. Árai Friðriksson var ráðinn
framkvæmdastjóri ráðsins og er svo enn.
Árið 1937 var haldinn í London al-
þjóðafundur um fiskfriðun. Hafði brezka
ríkisstjórnin látið undirbúa tillögur að
samningi, þar sem sett voru ákvæði um
lágmarksmöskvastærð í botnvörpum og
dragnótum og lágmarksstærð á fiski, sem
landa mætti. Var gengið frá samningi
þessum og voru aðilar að honum, að mestu
hin sömu lönd og innan Alþjóðahafrann-