Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1979, Qupperneq 10

Ægir - 01.02.1979, Qupperneq 10
Sjávarútvegurinn 1978 Már Elísson: Við áramót Nú liggja fyrir allvel grundaðar bráðabirgða- tölur Fiskifélagsins um aflabrögð á s.l. ári. Búast má samt við nokkrum breytingum á tölum þess- um, þar sem allar afla- og vigtarskýrslur höfðu ekki borizt þegar þetta er ritað og þurfti því að beita nokkrum ágizkunum. Ekki er þó búizt við veiga- miklum breytingum. Ekki verður annað sagt en að árið 1978 hafi reynzt okkur mjög gjöfult. Heildaraflinn er sem næst 1.550 þús. lestir og er það langmesti afli íslenzkra fiskiskipa fram að þessu. Verðmæti aflans er um 63 milljarðar króna. Á árinu 1977 var aflinn alls 1373,9 þús. lestir. Fara verður aftur að árinu 1966 til að finna þriðja bezta árið. Þá nam heildaraflinn 1243 þús. lestum. Á því ári var það síldin, sem úrslitum réð. Alls veiddust þá 770 þús. lestir af síld og 125 þús. lestir af loðnu. Afli botnlægra tegunda var þá 339,4 þús. lestir. Á tveimur s.l. árum er það hinsvegar loðnan, sem útslagið gerir - á s.l. ári 966,7 þús. lestir og á árinu 1977 812,7 þús. lestir. Á s.l. ári var síldaraflinn hinsvegar ekki nema 35 þús. lestir. En sjávaraflinn getur verið svipull, eins og reynsl- an kennir okkur. Á árinu 1968 var heildaraflinn kominn niður í 601 þús. lestir, mest vegna afla- brests á síldveiðum. Á næstu árum þokaðist hann á ný uppávið, en fremur hægt, þar til nýju hámarki var náð á árinu 1977. Má í því tilfelli að mestu þakka hinum ágæta árangri er náðist á sumar- og haustveiðum loðnu. Með sæmilegri aðgát við veiðar, má sjálfsagt draga verulega úr slíkum sveiflum, ekki sízt vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar, sem gerir virka stjórnun auðveldari. Hinsvegar kunnum við enn ekki nægileg skil á sveiflum stofnstærða hinna ýmsu fisktegunda, ef stafa af breytilegum skilyrðum náttúrunnar. Má nefna áhrif veðurfars, þ.m. talinn ís, á hitastig sjávar og þar með á átumöguleika. Slíkar breytingar á umhverfisþáttum geta án efa haft veruleg áhrif á það hvernig t.d. hinar ýmsu tegundir uppsjávar- fiska ganga fram á miðunum. Auk þess má ekki gleyma því, að ýmsir þýðingarmiklir fiskstofnar eru ekki að öllu leyti undir okkar stjórn, þrátt fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Getur skipt veru- legu máli fyrir okkur að ná samkomulagi við ná- granna okkar um nauðsynlegar verndunaraðgerðir fyrir slíka flökkustofna. í aflatölum s.l. árs ber einnig að skoða aukinn spærlings- og kolmunnaafla. Því miður verður ekki hið sama sagt um afla okkar af þorski og öðrum botnlægum tegundum- Þrátt fyrir það, að erlendir fiskimenn, sem til skamms tíma veiddu um helming alls botnfiskafla hér við land, séu nú að mestu horfnir af miðunurn. hefur okkar afli á botnlægum tegundum aukizj hægt á undanförnum árum. Á s.l. ári var þessi afli tæplega 470 þús. lestir, en var rúmlega 480 þús. lestir á árinu 1977. Spærlingur er ekki með' talinn í þessum tölum, en hinsvegar grásleppa. Hér gætir raunar mest minni þorskafla, sem naifl liðlega 316 þús. lestum samanborið við 330 þús- lestir á árinu 1977, svo og minni ufsaafla. Hins' vegar jóks ýsuaflinn lítillega. Skarkolaaflinfl minnkaði enn og var einungis þriðjungur þess, sefl1 stofninn er talinn þola. Meðfylgjandi tafla sýnir nánar skiptingu a tegundir og flokka. 54 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.