Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1979, Page 22

Ægir - 01.02.1979, Page 22
verðið verið nokkuð stöðugt síðan. Síðustu sölur á árinu voru 6,30 - 6,40 dollarar en nokkru hærra verð fékkst á fjarlæga markaði eins og Rúmeníu og Júgóslavíu. Línuritið sem hér fylgir sýnir hvernig verð- breytingar hafa verið á Hamborgarmarkaði á árunum 1976, 1977 og 1978. Verðið er miðað við 100 kg. af lausu mjöli með 64% eggjahvítuinni- haldi. Línuritið sýnir glöggt hvernig verðið hefur farið stöðugt lækkandi 1978 og er í árslok um 35 DM lægra en það var að meðaltali í lok áranna 1976 og 1977. Heimsframleiðsla fiskmjöls er talin vera um 1,8 milljón tonn á árinu 1978 þar af eru 1,6 milljón tonn sem eru seld í milliríkjaviðskiptum. Hlutur íslands í þeim viðskiptum hefur sennilega aldrei verið stærri eða um 12,5% að magni til. Búist er við að 1979 verði heimsframleiðslan svipuð og 1978 og sama er að segja um magnið sem selt verður í milliríkjaviðskiptum. Framleiðslan í Perú var áætluð um 500.000 tonn 1978 eða um 50.000 tonnum meiri en 1977. í Chile er framleiðslan um 50% meiri en 1977 eða um 310.000 tonn en í Noregi er framleiðslan um 340.000 tonn 1978 á móti 455.000 tonnum 1977. Ekki eru fyrirsjáanlegar miklar verðbreytingar á fiskmjöli þrátt fyrir trega eftirspurn kaupenda 1 okkar hefðbundnu viðskiptalöndum, sem stafar aðallega af minnkandi notkun fiskmjöls í fóður- blöndur. Mikilsvert er að hægt verði að selja á árinu 1979 eins og 1978 verulegan hluta framleiðsl- unnar á fjarlæga markaði til að minnka framboðið til nærliggjandi viðskiptalanda og reyna með þv> að halda verðinu uppi. Þrátt fyrir metframleiðslu á árinu 1978 og þar af leiðandi. góðrar nýtingar verksmiðjukostsins ma gera ráð fyrir að meðalafkoma verksmiðjanna a árinu verði slæm og má búast við að reikningaf margra þeirra sýni tap. Það er leitt til þess að vita að svona gott framleiðsluár gefi verksmiðju- eigendum ekki tækifæri til að bæta enn vélkost sinn til að auka mjölnýtinguna og til hagræðingat svo að draga megi úr olíunotkun og minnka megi mannaflann á unnið tonn á dag. Ef ekk1 verður unnt að koma á meiri hagræðingu í fram' leiðslunni og við öflun hráefnisins á næstunni leggst þessi mikilvæga atvinnugrein niður miðað við þa^ verð sem nú fæst fyrir afurðirnar, en það er til' tölulega gott ef miðað er við verðlag s.l. 10 ára. VERÐ A FISKMJÖLI A HAMBORGARMARKAÐI 1976 - 1978 LAUST MJÖL 64% PROTEIN 1978 66 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.