Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Síða 24

Ægir - 01.02.1979, Síða 24
Ítalía Til Ítalíu hafa verið flutt út á árinu (per 31/10 1978) 571,3 tonn að verðmæti 682.1 milljónir króna fob. Eins og sést af þessum tölum þá er þetta rauna- lega lítill útflutningur til ftalíu. Á árinu 1978 var sáralítil skreið framleidd, enda engin afurðalán veitt af viðskiptabönkunum út á skreiðarverkun fyrr en í byrjun maí. Þá var komið nær vertíðarlokum þegar sú ákvörðun var gerð og erfitt um vik að hengja upp skreið á þeim tíma. ítalski markaðurinn er afarþýðingarmikill og nauðsynlegt er að skreið sé verkuð fyrir þann markað, en það er ekki mögulegt fyrir framleiðendur að fjármagna þá verkun nema afurðalán verði veitt. Gylfí Þór Magnússon: Utflutningur lagmetis 1978 Á árinu 1978 flutti Sölustofnun lagmetis út vörur fyrir ríflega 1.6 mill- jarð króna en útflutningur 1977 var 1,2 milljarður og var magn þá svipað. 11 lagmetisiðjur eiga nú hlut að útflutningnum og 14 tegundir lagmetis voru fluttar út. Stærsti þáttur útflutn- ingsins er sem fyrr gaffal- bitasala til Sovétríkjanna eða 69,4% á móti 68% árið 1977 og var svipað magn selt þangað bæði árin. Undanfarin ár hefur heildarútflutningur Sölu- stofnunar lagmetis á lagmeti orðið sem hér segir: FOB-verðmæti Br. þungi Ár í 000 kr. í tonnum 1974 422 1.320,3 1975 409 1.008,8 1976 608 983,0 1977 1.210 1.669,1 1978 1.635 1.607,9 Áætlað var að söluaukning á lagmeti árið 1978 yrði svipuð og á árinu 1977 og eru þrjár megin- ástæður fyrir því að svo varð ekki. í fyrsta lagi dró útflutningsbannið á s.l. vori úr útflutningi lagmetis sem svarar 200-250 milljónum króna- enda er sala lagmetis á mörkuðum ytra mjög við- kvæm fyrir hverskonar afgreiðslutöfum, þar sem hér er um margar tegundir merkjavöru að ræða. í öðru lagi urðu tafir á gerð umbúða fyrir Þýzkalandsmarkað auk þess sem 10% tollur sá, sem tekinn er af flestum tegundum lagmetis í Efnahags- bandalagslöndunum, er mikill þrándur í götu. Kom sá tollur m.a. í veg fyrir að S.l. gæti afgreitt stórat pantanir á ýmsum lagmetistegundum til V-Þýzka- lands á s.l. sumri. í því eina tilviki varð íslenzkur lagmetisiðnaður af sölu fyrir um 300 milljónir króna. Þriðja meginorsök þess að söluaukning árið 1978 varð minni en vonast var til, var dráttur á kippers- afgreiðslu til Bandaríkjanna. Norðurstjarnan h.f. í Hafnarfirði hóf kippers- framleiðslu á ný í desember 1978 eftir langt hlé og liggur nú fyrir sala á 4 milljónum dósa af kippers frá dótturfyrirtæki S.l. í New York, lceland Waters Industries, að verðmæti 460 milljónir króna. Síló veiddist eigi hér á vestursvæðinu fyrr en á síðustu vikum haustvertíðar, eins og kunnugt er, og beið Norðurstjarnan því lengur eftir hráefni til fram- leiðslu sinnar en vonast hafði verið til og færis* afgreiðsla á kippers því yfir á árið 1979. í Þýzkalandi sem og í ýmsum öðrum markaðs- löndum hefur S.l. skipt um umboðsmenn og virðis* dreifingarkerfi á íslenzka lagmetinu víða um heim nú lofa góðu. í Bretlandi hefur sala aukist talsvert á árinu og er nú að vinnast markaður þar fyrir ýmsar lag' metistegundir. Sölur til Frakklands hafa gengi^ fremur illa og mun verr en vonir stóðu til. Vaf þar aðallega vænst meiri kaviarsölu en raun varð a og hefir samkeppni þar við þekktari merki orðið okkur örðug. Austur-Þýzkaland keypti talsved magn af kaviar eins og áður. Til Tékkóslóvakíu var seld þorsklifur að venju oí einnig kaviar. I Grikklandi hefur opnast nokkur markaðoj- einkanlega fyrir síldarvörur og þó fleiri tegund,r og gæti orðið hagstætt framhald á þeim viðskiptum- Hinsvegar er þar þeim vanda að mæta, að af heil' reyktri síld, sem Grikkir kaupa af S.l. hefur þuf*| ungsgjald i stað 1% eins og að greiða 6% útflutningsgjald öðru lagmeti og hefur sú sala stöðvast í bili 31 þeim sökum. Er það von Sölustofnunar að stjórU' 68 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.