Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Síða 32

Ægir - 01.02.1979, Síða 32
Tafla II. Heildarafli á Norður-Ailanishafi (000 torm) 1954 1958 1962 1966 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 N. Austur-Atlantshafsn. (ICNAF) 1.844 2.001 2.604 4.013 4.233 4.387 4.254 4.492 4.051 3.862 3.460 Alþjóða Hafrannsóknarr. (ICES) 6.283 7.243 7.562 10.046 10.537 10.367 10.451 11.151 11.673 11.961 13.099 Samtals 8.127 9.244 10.526 14.059 14.770 14.754 14.705 15.643 15.724 15.823 16.559 Sum þessarra ríkja hafa nú um nokkurt skeið staðið í samningaumleitunum við mörg strandríki, ekki síst þróunarríki, um samvinnu á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu. Spánn, Sovétríkin og Japan hafa þegar gert marga slíka samninga, og einnig Pólland og A-Þýzkaland. Slík samvinna hefur t.d. verið útfærð á þann veg, að allir þættir framleiðslunnar fara fram á yfírráðasvæði strandríkisins en framleiðslan síðan flutt út til samstarfsaðilans. Samstarf hefur einnig átt sér stað í rannsóknum og mati á því hráefni sem fáanlegt er innan lögsögu strandríkisins, auk tækniaðstoðar á sviði veiði og vinnslu. Þó að Bretland verði tekið fyrir innan ramma EBE hér á eftir er vert að nefna sum vanda- mála þess, sem má heimfæra upp á mörg önnur ríki er sótt hafa mikið á fjarlægð mið. Þrátt fyrir að auðug fiskimið finnist umhverfis Bretland, hafa Bretar sótt verulegan afla á fjarlæg mið um langan aldur. í þessu tilfelli mun taka nokkurn tíma fyrir markaðinn og sérstaklega útgerðina að aðlagast breytingunni. Fyrst í stað á meðan markaðurinn er að átta sig á breyttum aðstæðum má fullnægja eftirspurninni með innflutningi. Atvinnuvandamál sjómanna verður hinsvegar erfiðara viðfangs og krefst endurskipulagningar sjávarútvegs með fjár- festingu í skipum sem betur eru við hæfi heima- miða. Leggja þarf eða selja verulegan hluta út- hafstogara og í mörgum tilfellum þjálfa sjómenn við nýjar veiðiaðferðir sem óhjákvæmilega verður að taka upp fyrir önnur mið og aðrar fiskteg- undir. Þessi vandamál eru hinsvegar tvíþætt. Annars vegar þau sem að ofan greinir, hinsvegar þau sem vafalítið geta komið fram hjá strandríkjum, er öðlast möguleika til að auka afla og fiskiðnað með tilheyrandi þörf á fjármagni, vinnuafli og auknum markaði fyrir sjávarafurðir. Frekari eftirtektarverðar afleiðingar þróunar síðari ára eru stóraukin afskipti hins opinbera, bæði hvað viðkemur stjórnun fiskveiða og einnig þar sem aðstoða þarf sjávarútveginn vegna breyttra aðstæðna. Það virðist víða vera viðleitni í þá átt að draga úr eftirspurn eftir stærri skipum. Er jafn- framt aukning á eftirspurn eftir smærri skipum sem eru betur við hæfi veiða nær ströndum land- anna eins og við mátti búast. í sumum löndum hafa útgerðarmenn neyðst til að hætta algjörlega veiðum í lengri eða skemmri tíma í senn, t.d. var 78 togurum í Noregi lagt yfir sumartímann 1976 og 13 frystitogarar sem veittu 450 manns atvinnu var lagt a.m.k. 4 mánuði ársins. Hefur víða komið í ljós, að of stórum flota er beitt við veiðarnar miðað við hinar breyttu aðstæður eða vegna rangs upprunalegs mats á afrakstursgetu auð- lindarinnar. Vegna núverandi ástands - þ.e. ofnýt- ingar eða lokunar veiðisvæða - hafa ýmsar þjóðir leit- að fanga annarsstaðar, bæði á nýjum svæðum, sem munu ekki heyra undir lögsögu einstakra ríkja og einnig í nýjar tegundir, sem hafa ekki áður verið nýttar. Af þessum tegundum hafa kríli sem svo er nefnt og kolmunni haft mest aðdráttarafl fram að þessu hjá Atlantshafsþjóðum. Kolmunninn er að mestu veiddur innan núver- andi lögsögu strandríkja við NA vert Atlantshaf- Þrátt fyrir aukna áherslu sem lögð hefur verið a fæðugildi hans, og tilraunum til að selja hann sem matfisk, hefur hann fram að þessu að mestu farið til lýsis- og mjölframleiðslu. Það er samt sem áður líklegt er fram líða stundir og verð á hefðbundnum tegundum hækkar, muni almenningurbyrjaaðgera tilraunir og breyta neysluvenjum sínum að þessu leyti. 76 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.