Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1984, Page 26

Ægir - 01.08.1984, Page 26
vélum en togarafiskur. Töluverðar sveiflur mældust í nýtingu milli vinnslustöðva, bæði í hausurum og flatningsvélum. Gífurlegur munur kom fram í flökunarnýtingu eftir vinnslustöðvum. Ekkert í niðurstöðum athugananna gaf til kynna nokkur veruleg áhrif fiskstærðar. hvorki á flatningsnýtingu né flökunarnýtingu. Hins vegar hefir ástand véla og vandvirkni í meðferð þeirra mjög mikil áhrif á nýt- ingu. Athuganir þessar voru ekki nægjanlegar til að ákveða hvaða áhrif fiskstærð hefur á nýtingu í salt- fiskverkun og flökun og verður þeim haldið áfram (1978). Rannsóknin beindist einkum aðþorski, ýsu, ufsa og karfa, en einnig voru gerðar nokkrar athug- anir á steinbít, löngu, blálöngu, keilu og grálúðu. Athuganir fóru fram í 18 vinnslustöðvum og náðu nú einnig til roðflettivéla. Helstu niðurstöður voru þær, að fiskstærðin hefur engin afgerandi áhrif á mismunandi nýtingu í vélum. Önnur atriði eins og meðferð, ástand og stillingar véla, meðferð og ástand hráefnis virðast skipta miklu máli. Þó erekki hægt að segja að stærðin hafi engin áhrif. Mælingar á þorski, einkum togaraþorski, eru orðnar mjög margar. Togarafiskur nýtist mun betur en bátaþorskur og munar um 3% miðað við flök/ sl.fiski með haus. Við hausun virtist togaraþorskur nýtast örlítið betur eftir því sem hann var stærri. Flökunarnýting hans (flök/sl.m.h.) fór hins vegar lítið eitt minnkandi með aukinni þyngd. Meðalflökunarnýting var þannig: togaraþorsks 54.1 ± 2.4% netaþorsks 50.3 ± 3.0% línuþorsks 50.5 ± 2.1% Togaraýsa virtist einnig nýtast betur en bátaýsa en athugandir á bátaýsu eru ekki nægilega margar til að unnt sé að setja fram tölur. Ýsan nýttist heldur betur bæði í hausurum og flökunarvélum eftir því sem hún var stærri. Meðalflökunarnýting togaraýsu var56.3 ± 1.8%. Togaraufsinn nýttist örlítið betur í hausurum eftir því sem hann var stærri en hins vegar fór flök- unarnýting hans talsvert minnkandi með aukinni þyngd. Meðalflökunarnýting togaraufsa var 62.6 ± 2.6%. Karfi nýttist mun betur í hausurum eftir því sem hann var stærri. í flökuninni nýttist hann hins vegar verr með vaxandi stærð. Flökunarnýting hans var nærri óháð stærð eða um 37.0 ± 1.7% (1979). Vélvæðing í fflökun offl. Þegar verið var að undirbúa hina mikilvægu VL' væðingu sem fólst í því að taka í notkun flökuní'1' vélar í frystihúsunum og aðrar fiskvinnsluvélar * því tagi átti Rannsóknastofan þar mikinn hluta máli ásamt mörgum öðrum. Hér verður ekki rakin11 sá þáttur Rannsóknastofunnar þar sem heimilú*1 eru ekki tiltækar, en til er í handriti allrækileg grel11 eftir forstöðumann Rannsóknastofunnar 1,111 notkun flökunarvéla en sú grein var aldrei bid sérstökum ástæðum. Rannsóknastofan fylg^1'1 rækilega með því sem var að gerast í þessum málu11' erlendis. ið Rannsóknir á skreið Rannsóknir í sambandi við verkun á skrfi* hófust 1959. Þá var gerð ein tilraun með að uc‘ skreiðina með 1%-legi af sorbinsýru og 1% sorh'1* til að reyna að koma í veg fyrir mynduri jarðsla?J' Tilraunin sýndi að ekki var teljandi gagn af úðu*1 inni. Þá varogathugaðsambandmilli gæðaskre*ö‘. og magns af ammoníaki og trimethylamíni í he*1*1' Eftir því sem skreiðin var lakari að gæðum rey meira af þessum efnum í henni. Ennfremur /odis* VOfU kil' könnuð að nokkru áhrif hráefnisgæða og veðurs yrða á hina endanlegu vöru. Gerðar voru all’^r, legar athuganir á því hvernig þurrkunin á sér sta hjöllunum. Fyrstu 2 vikurnar er uppgufunin n*J - hröð eða I kg vatn/viku/kg af þurrefni. Eftir hægir mjög á uppgufuninni. Uppgufunarhraðir**1 þá í beinu hlutfalli við vatnsmagnið, sem eftir ef fiskinum á hverjum tíma (42, 43). Athugun se gerð var á uppbleytingu á skreið staðfesti þaú %() kaupendur halda fram, að íslenska skre* drekkur í sig minna vatn en sú norska (44). I s‘^f vinnu við einkaaöila voru gerðar nokkrar tilra1* með að pakka malaða skreið í loftdregnar P*‘‘ umbúðir og geyma við mismunandi skilyrði eða -A 37°C allt upp í 363 daga. Var notuð Afríkuskre*^ tilraunirnar. Malaða skreiðin geymdist allve*’ j, þar eð plastið var ekki vatnsþétt léttist hún um 14.4%, ammoníak gufaði upp og sú skreið setn geymd við hæsta hitastigið dökknaði. Gerlafjö* hækkaði verulega. Prótein í möluðu skreiðinn* um 74%. Skreiðin var mjög þétt í plastumbú u um, pakkarnir nánast grjótharðir viðkomu- ^ , þegar pokarnir voru opnaðir leystist mjölið v 410-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.