Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1993, Page 4

Ægir - 01.04.1993, Page 4
Hvalveiðar UR POÍ{U)VI rJUKIiVlAIA UTJORA Stjórn Fiskifélags Islands hefur tekið skýra afstöðu til hvalveiða. Með fréttatilkynningu sem hún hefur sent frá sér, og birt er hér að neðan, eru íslensk stjórnvöld hvött til að heimila hvalveiðar á ný. Á Fiskiþingum sl. tvö ár hafa verið santþykktar tillögur og ályktanir er lúta að eðlilegri nýtingu auðlinda í hafinu umhverfis ísland, þ.m.t. að veiðar verði hafnar á hvölum, bæði hrefnu og stærri hvöl- um, enda mæli niðurstöður úr vísindalegum rannsóknum með veiðum. Á umhverfismálaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Rio de Janero 1992 komust þjóðir heims að sam- eiginlegri niðurstöðu urn að nýta beri auðlindir sem til eru í heiminum á skynsamlegan hátt og tekið verði tillit til sérstöðu og sérréttinda minnihlutahópa og frumbyggja. Það er skrítin stefna, og hefur verið kölluð hentistefna, að samþykkja hástemmdar yfirlýsingar, en neita síðan að íylgja þeirn ef viðkomandi þjóð hentar það ekki vegna á- kveðinna hagsmuna. í þessu sambandi eru Bandaríkja- menn nærtækasta dæmið. Islendingar hljóta að benda á þennan sáttmála og þær þjóðir sem hafa staðfest hann hljóta að miða sína stefnu, m.a. í hvalamálum, við hann. Vert er að benda á að hvalir og selir þurfa mikla fæðu og yfir helmingur hennar er fiskur sem er úr sömu fisk- stofnum og við íslendingar höfum kvóta á og erum að vernda. Það er því hjákátlegt að á sama tíma og rifist er um hvert kíló af fiski úr sjó og talað er um eyðingu heilu byggðarlaganna geta villt dýr eins og hvalir étið lyst sína - en áætla má að fæða þeirra sé meiri en allur afli okkar Islendinga. Nú er ljóst að hvölum fer fjölg- andi og er svo komið að trillusjómenn óttast ágang þessarra skepna við smáa báta sína. Því er eðlilegt að veiða þessar tegundir og ekki síst með það í huga að fiskstofnar okkar fara minnkandi á sama tíma og hvölum fjölgar. Bandaríkjamenn hafa gerst sjálfskipaðir verndarar hvala og ganga nú svo Iangt að hóta sjálfstæðum þjóðum við- skiptaþvingunum fari þær ekki að vilja þeirra. Það ef einnig orðið ljóst að engin rök, hvorki vísindaleg né önn- ur, hreyfa við stefnu bandarískra stjórnvalda, heldur eru þau hunsuð og algjör friðun skal ríkja, þar sent hvalir eru ímynd góðu skepnunnar sem gerir engum mein. Þessar hótanir Bandaríkjamanna eru móðgun við sjálfstæða þjúð og ber að mótmæla mjög harðlega um leið og íslensk stjórnvöld eiga að heimila hvalveiðar innan þeirra marka sem vísindalegar niðurstöður setja. Bjarni Kr. Grímssori ÁLYKTUN Stjórn Fiskifélags íslands gagnrýnir harðlega framkomu Bandaríkjastjórnar gagnvart okkur íslending- um varöandi afstöðu íslendinga til hvalveiða og beinir því til ríkisstjórnar íslands að hún mótmæli taf- arlaust þessum afskiptum bandarískra stjórnvalda af innanríkismálum okkar íslendinga og hótunum þeirra um viðskiptaþvinganir. Hótanir stórþjóðar gagnvart smáríki, eins og í þessu tilviki, eru óviðeigandi og bein afskipti af innan- ríkismálum sjálfstæðrar þjóðar, ekki síst þegar haft er í huga að afstaða Bandaríkjamanna stangast á við ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar þeirra. Má sérstaklega benda á niðurstöður umhverfismálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janero 1992, þar sem staðfestur var réttur ríkja að nýta eigin auðlindir i samræmi við eigin stefnu í umhverfis- og þróunarmálum. Hafi bandarísk stjórnvöld raunverulegan a- huga á umhverfismálum þá ættu þau að láta af þeim tvískinnungi sem einkennt hefur framkomu þeirr3 oftar en ekki í umhverfismálum, eins og dæmin sýna. Þá skorar stjórn Fiskifélags íslands á íslensk stjórnvöld að þau heimili að hefja megi hvalveiðar strax a þeim tegundum, þar sem niðurstöður úr vísindalegum rannsóknum mæla með veiðurn, sbr. ályktun 51- Fiskiþings 1992. 162 ÆGIR 4. TBL. 1993

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.