Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1993, Síða 24

Ægir - 01.04.1993, Síða 24
að sýna fram á ótrdlega skammsýni stjórnmálamanna.) I þessu sambandi má raunar benda á að pólítísk ákvörðun um aflaúthlutun í hagkerfi sem er jafnháð fisk- veiðum og hið íslenska er að sumu leyti jafngild peninga- prentun. Stjórnvöldum hættir ávallt til að vera í efri mörk- um ráðlagðra veiða, eins og reynslan sýnir, því að þeirra dómi þoli þjóðin ekki aflasamdrátt. Þessu er hins vegar þveröfugt farið, þ.e. að þjóðin þolir ekki að teflt sé á tæp- asta vað í þessu mikilvæga máli. Á kosningaári er hættan enn meiri en ella því ekkert er hverri ríkisstjórn jafnmikil- vægt og auðfenginn „hagvöxtur“ samfara óhóflegunt afla- úthlutunum. Beintengd afkoma ríkissjóðs með veiðigjaldi við aflauthlutun býður hættunni enn frekar heim því rík- iskassinn er ávallt tómur. í eignarréttarkerfinu mun virkur hlutabréfamarkaður fella gengi hlutabréfa við ófhóflega úthlutun. Ótti markaðarins við ofveiði kemur því fram í verðfalli hlutabréfa og verður skýr skilaboð til stjórnenda bæði fyrirtækja og stjórnvalda um að gæta hófs. Afhend- ing veiðiheimilda gerir því einhliða pólitíska ákvörðun urn úthlutun veiðiheimilda hvers árs að sumu leyti óþarfa eða jafnvel varasama eins og nýleg dænti sanna. Undir veiði- gjaldskerfi glatast hins vegar að miklu leyti nauðsynleg virkni hlutabréfantarkaðar þar sem nútíð og skammtíma- sjónarmið skipta mun meira máli en langtímasjónarmið. Uppboðskerfi náttúruauðlinda hefur þessu til viðbótar mjög varasaman eiginleika. Þann dag senr uppboð fer fram fær sá aðili veiðiréttinn sem bjartsýnastur er á framtíðar- þróunina. Hann er bjartsýnastur á kostnaðarlækkun við veiðar, hann metur getu sína við veiðar mestar og er bjart- sýnastur á viðgang fiskistofnanna o.s.frv. ef ytri aðstæður eru gefnar, þ.e. verð afurða, framboð annarra fiskafurða og samkeppnisvara. Yfir heildina tekið munu dlboðin vænt- anlega hafa einhver meðaltöl sem jafnframt eru líklegasta niðurstaðan í þróun mála. Framtíðarspár hins bjartsýna sem þó hreppti hnossið eru því ólíklegastar til að rætast. Niðurstaðan er augljós. Veik staða sjávarútvegsins mun versna og framganga atvinnugreinarinnar byggjast á ævim týramennsku. fslenskt efnahagsumhverfi mun því verða enn óstöðugra um leið og gjaldþrot verða tíðari. Grunur um veiðigjald í framtíð, eins og nýlegar tillögur benda til, er í raun ekkert annað en óútfylltur víxilh A sama hátt og uppboðskerfið, sem hefur innifalda aukna óvissu um framtíðina, þá mun grunurinn hvetja til óheft' ari veiða og slælegri umgengni um fiskimiðin. Með óheft' ari veiði er átt við að núverandi eigendur útgerðarfynr' tækja eru ekki jafnhvetjandi þess að fiskistofnarnir verðj byggðir upp. Afrakstur þeirrar uppbyggingar getur lent1 annarra höndum og þeir einskis njóta af erfiði sínu. FlestU geta gert sér í hugarlund hvernig einstaklingi líður sem hefur skrifað upp á víxil fyrir aðila sem hann treysdr iHa- Hvað þá ef víxillinn var nú óútfylltur. Aö lokum Enn stendur sjávarútvegurinn frammi fyrir kerfisbreyt' ingum. Afnám krókaleyfis og línutvöföldunar, sem gríðar' legur fjöldi einstaklinga hefur veðjað á, er á næsta leiti o? farið er fram á að stjórnendur skrifi upp á óútfylltan vixt veiðigjalds. Undir þessum kringumstæðum, bæði í fortíð og nútíð, er stjórnendum ætlað að stjórna skynsamlega og sjá framtíðina fyrir. Mannshuganum eru takmörk sett. Orka manna í sjávarútvegi hefur að mestu beinst a stjórnskipulagi fiskveiða. Meðal annars af þeim sökuWJ hefur markaðsmálum ekki verið sinnt af greininni í nel L sem skyldi. Þessu þarf að breyta og koma á varanlegu °r fastmótuðu skipulagi fiskveiðistjórnunar, byggðu á sama 182 ÆGIR 4. TBL. 1993

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.