Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 4
FISKIFÉLAGIÐ OG FJÁRLÖGIN Á síðustu vikum hafa orðið talsverð greinaskrif um svonefnd hagsmunasamtök atvinnugreina og framlög til þeirra á fjárlögum. Hefur Fiskifélagið verið flokkað undir nefnd hagsmunafélög og tekið sem dæmi um úrelt kerfi og afdankaö, með Búnaðarfélagi íslands og ASÍ, vegna þess eins að það þiggur framlög frá ríkis- sjóði beint á fjárlögum. En hvað er verið að gagnrýna? Er verið að gagnrýna tilvist þessara félaga eða er verið að gagnrýna fjármögnun þeirra? Undirritaður vill taka fram strax að hann getur ekki svarað fyrir aðra en Fiskifélagið og miðast þetta greinarkorn við það. Frá stofnun Fiskifélagsins 1911 hefur það gegnt margvíslegu hlutverki fyrir íslensk stjórnvöld, til hags- bóta fyrir sjávarútveginn og um leið þjóðina sjálfa. Á þessari vegferð hefur hlutverk þess breyst á alla enda og kanta, en í meginatriðum er starfið ljóst. Fiskifélag- ið hefur verið framfarafélag allra aðila í sjávarútvegi og þjónustar því bæði stjórnvöld og þá sem atvinnu hafa af sjávarútvegi. Fyrir þá þjónustu sem ríkið fær og hefur óskað eftir er verið að greiða á fjárlögum og hvort það kemur með beinum hætti sem styrkur á fjárlögum eða er dulið sem verktakagreiðsla eða á ein- hvern annan hátt er ekki mál Fiskifélagsins heldur spurning um um bókhald ríkissjóðs. Undirritaður er ekki sáttur við þá skilgreiningu á Fiskifélaginu að það sé hagsmunafélag, og þá m.a. líkt MÁ VERA BJARTSÝNN? Nú er nýafstaðin glæsileg sjávarútvegssýning hér í Reykjavík. Þessi sýning er talin hafa heppnast með besta móti og í framhaldi af því hafa menn horft bjart- sýnni til framtíðar í sjávarútvegi hér á íslandi heldur en áður. En er það raunhæft? Það er ljóst að heildar- samdráttur verður í þjóðfélaginu í ár. En er það ekki umhugsunarefni að í öllum samdrættinum í sjávarút- veginum eykst hlutdeild sjávarvöru í útflutningstekj- um okkar íslendinga? Á síðasta ári og það sem af er þessu ári fer hlutfall sjávarvöru í útflutningstekjum okkar yfir 80% og hefur aldrei farið svo hátt áður og þetta gerist þrátt fyrir verulegan aflasamdrátt. Þetta seg- ir okkur að samdrátturinn í þjóðfélaginu er ekki bara í sjávarútvegi heldur ekki síður í öðrum atvinnugreinum og ef eitthvað er þá er samdrátturinn þar meiri en í sjávarútveginum. Því er kominn tími til að spyrja for- við ASÍ og Búnaðarfé- lagið, og er þá orðið hagsmunafélag túlkað þröngt eins og oftast er gert nú. Fiskifélagið er mun frekar fram- farafélag. Aðild að Fiskifélaginu eiga ekki bara atvinnurekendur heldur og sjómenn og fiskverkafólk, svo og fjölmargir áhugamenn um sjávarútveg. Hlut- verk Fiskifélagsins þau rúrnu áttatíu ár sem það hefur starfað hef- ur verið stórt og verð- ur vonandi svo áfram. Það þarf ekki að leita lengi til að finna merki um störf Fiskifélagsins í þjóðlífinu og er það bjargföst skoðun undirritaðs að Fiskifélagið hafi veitt ríkin11 ómetanlega þjónustu, þjónustu sem ríkissjóður er aö greiða fyrir með framlögum á fjárlögum, þjónustu sem ríkissjóður hefði óhjákvæmilega þurft að greiöa fyrir, ef ekki Fiskifélaginu þá einhverjum öðrum, e^a að ríkið hefði þurft að sinna þessari þjónustu sjálft- 0g er það ekki stefna núverandi ríkisstjórnar að færa störf frá beinum ríkisrekstri út til félaga og fyrirtækja? svarsmenn annarra atvinnugreina heldur en sjávarut- vegs: Hvað fór úrskeiðis og er ekki kominn tími til aö gera eitthvað til að laga rnálin? Sömu spurningar hafa stöðugt glumið í eyrum manna í sjávarútvegi um ara bil. Það er því kominn tími til að aðrir sýni hvað þelt geta í að bæta afköst og sýni fram á að þær fjárfestingar sem þeir hafa ráðist í á síðustu árum skili þeim arði til þjóðfélagsins að það geti framfleytt sér á þeim þegar sjávarútvegurinn er ekki aflögufær. En ekki má vera 0 svartsýnn. Ýmis ytri merki eru um að bráðum getl komið betri tíð í sjávarútvegi, seiðavísitala þorsks hefur mælst í góðu meðallagi og umhverfisaðstæður í hafiu11 eru okkur hagstæðar og loðnan með mesta móti. I’ar) er því ekkert annað að gera en taka mið af aðstæðu111 og þrauka þar til aftur kemur fiskur á slóðina. Sput11 ingin er bara sú: Hverjir hafa úthald til að bíða s'° lengi? Og getur þjóðin staðið af sér slíka bið? Bjami Kr. Grímsson. ÚR FÓRUM FISKIMÁLA STJÓRA 4)4 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.