Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 33
fimm pund. Frystihúsin urðu alltof
niörg, en þetta var fórnin sem
þjóðin færði á altari byggðastefn-
unnar."
Að vera vitur eftir á
Atli Dam sagði í sjónvarpsvið-
tali
í mars 1993 að sennilega hefði
verið hægt að komast af með
15-16 frystihús og óþarfi hefði ver-
i& að byggja 2-3 frystihús á eyjun-
um þar sem hægt er aö aka á milli
byggðarlaga á fáeinum mínútum.
Atli bætti við: „En við leggjum
^herslu á að þetta var liður í
hyggðaþróun á eyjunum. Það er
auðvelt að koma seinna og segja
a<5 þannig hefði ekki átt að standa
ah málum. Við skulum vera þess
minnug að ætlunin var að skapa
atvinnumöguleika á landsbyggð-
mni en ekki að koma á miðstýr-
lngu atvinnuvega eins og tíðkaðist
1 kommúnistalöndum og eins og
Vjh sjáum fram á að gerast mun
hér í Færeyjum á næstu mánuðum
°g árum."
Aö skapa atvinnu
I stjórnmálaumræðunni greindi
menn mjög á um gildi styrkjanna.
5umir töldu þá skaðlega, aðrir
s°gðu að hér væri aðeins um að
r®ða tilfærslu fjármagns en ekki
styrk - einskonar endurgreiðslur til
fiskveiðiflotans. Þetta þýddi að lit-
*ð var á styrkinn sem nokkurs kon-
ar uppbót til flotans vegna lítillar
arðsemi í öðrum atvinnugreinum.
^teginröksemdin í þessu sambandi
er að skipin hafi séð frystihúsum
fynr hráefni, haldið uppi vinnu í
skipasmíðastöðvum, keypt vörur
°g þjónustu frá öðrum geirum og
þsnnig skapað atvinnu og tekju-
^öguleika. í stuttu máli: skipin
héldu öllu samfélaginu gangandi.
Styrkir eða endurgreiöslur
Bæði formaður Sjómannafélags-
ins, Óli Jacobsen, og formaður út-
vegsmanna, Osmund Justinusen,
hafa haldið því fram að tekjurnar
sem styrkirnir hafi skapað í öðrum
greinum hafi verið a.m.k. helmingi
hærri en sá styrkur sem skipin
fengu. Þess vegna var, að þeirra
mati, ekki um styrk að ræða heldur
nauðsynlegar endurgreiðslur eða
uppbætur frá landssjóði til sjó-
manna og útgerðarmanna því að
há laun í frystihúsum, mikill flutn-
ingskostnaður og hagnaður út-
flutningsaðila höfðu það í för með
sér að litlu frystihúsin á lands-
byggðinni gátu ekki greitt eðlilegt
verð fyrir fiskinn. Sú tilhugsun að
það hafi verið fiskvinnslan sem
hélt samfélaginu gangandi og ekki
öfugt og að Flráefnissjóður hafi
ekki veitt styrki til sjávarútvegs
heldur séð um endurgreiðslur til
hans - þessi tilhugsun hefur að
sjálfsögðu hlýjað mönnum um
hjartaræturnar, en gjaldþrot lands-
sjóðs Færeyja og nær allra pen-
ingastofnana á eyjunum sýna hve
fjarri hún er öllum sanni.
Varanlegar
skammtímalausnir
Styrkir voru t.d. oft veittir sem
kreppuhjálp í neyðartilvikum.
Slíka kreppuhjálp er hægt að rétt-
læta ef um skammtímalausn er að
ræða og varanlegar úrlausnir leysa
hana af hólmi þegar menn sjá að
ekki er um tímabundna erfiöleika
að ræða. En sú var ekki raunin.
Margir styrkjanna, sem í byrjun
voru veittir sem kreppuhjálp til
skamms tíma, voru ekki liður í
neinni heildaráætlun um hvernig
leysa ætti kreppuna. Þessir styrkir
urðu því varanlegir og áhrifa þeirra
gætti þegar útgerðarmenn fjárfestu
í nýjum og öflugri veiðitækjum.
Alsiða var að reikna með þessum
styrkjum við gerð fjárhagsáætlana
fyrir skipin. Styrkir til oliu og hrá-
efnis eru dæmi um slíkar skamm-
tímalausnir sem höfðu áhrif á fjár-
festingu.
Þorskurinn og skattborgarinn
Flestir samningar milli útvegs-
manna og sjómanna voru háöir
þeim skilyrðum að styrkir minnk-
uðu ekki á samningstímanum. Þar
með var landssjóður orðinn ósýni-
legur aðili að öllum kjarasamning-
um. Fiskvinnslan hefur þannig ver-
ið í þeirri sérkennilegu aðstöðu að
þegar fulltrúi hennar settist við
samningaborð hafði það í rauninni
enga þýðingu hversu mikið laun
hækkuðu milli ára. Hærri laun
þýddu að sjálfsögu hærri fram-
leiðslukostnað, sem þýddi að skip-
in fengu lægra verð, en það hafði
aðeins í för með sér að Hráefnis-
sjóður veitti hærri styrki. Þegar allt
kom til alls voru það þorskurinn og
skattborgarinn sem fjármögnuðu
allar launahækkanir í fiskvinnsl-
unni gegnum Hráefnissjóð.
Mikill afli - lélegt hráefni
Menn stóðu því að lokum uppi
með fiskvinnslu þar sem fram-
leiðslan var skipulögð nær ein-
vörðungu með hliðsjón af þeim
styrkjum sem hún gat fengið. Og
þar sem flestir styrkjanna voru
veittir á grundvelli magns fremur
en gæða fengu Færeyingar flota
sem var smíðaður með það fyrir
augum að veiða mikið af fiski í
stað þess að veiða góðan fisk sem
mátti selja dýru verði. Margir
togaranna gátu t.a.m. ekki veitt án
þess að mikill hluti veiðinnar væri
ÆGIR OKTÓBER 1993 443