Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 20
ATJAN BATAR
Um afdrif gamalla báta á íslandi
„Langflestir gamlir
bátar liggja óvarðir úti,
fúna þar og molna uns
ekkert er eftir. Sumir
hafa legið og beðið betri
tíma í áratugi og orðnir
svo lasburða að þeim er
vart hugað líf, hvað þá
að þeim sé treystandi í
ferðalög."
SJÓMINJAR
4. þáttur
frá Sjóminjasafni
íslands
Flestum er eflaust í fersku minni
þaö slys þegar bátaskýli Sjóminjasafns
íslands í Vesturvör brann til kaldra
kola að kvöldi sumardagsins fyrsta og
með því 18 gamlir bátar í eigu safns-
ins. Þar hurfu af sjónarsviðinu margir
gamlir höfðingjar sem þjónað höfðu
dyggilega í áratugi og biðu framtíðar-
húsnæðis í þessu bráðabirgðaskýli.
í kjölfarið varð talsverð umræða
um aðbúnað minja í söfnum landsins
og öryggisbúnað í geymslum. Mátti
skilja á flestum að betur þyrfti að gera
svo menningarminjar færu ekki for-
görðum að óþörfu.
Talsvert til af gömlum bátum
Síðan þetta varð hefur Sjóminja-
safnið farið yfir gögn varðandi gamla
báta, fengið margar ábendingar um
báta og kannað ástand þeirra, hvar
þeir eru niðurkomnir og í hvaða ásig-
komulagi. Talsvert er enn til af merki-
legum, gömlum bátum, nokkrir frá
síðustu öld, og því hægt að koma upp
safni helstu bátagerða ef Sjóminja-
safnið fengi góðar geymslur til um-
ráða fyrir slíkt.
Góöar ábendingar
Allmargir hafa haft samband við
safnið og bent á báta og jafnvel gefið
báta og virðist sem fólk sé almennt að
átta sig betur á gildi þess að láta ekki
minjar um horfna atvinnuhætti
grotna niður. Farið var í stuttar ferðir
um suðvesturhornið og haldið upp
fyrirspurnum um gamla báta í síma og
í júlímánuði fór Jón Allansson safn-
vörður við annan mann í könnunar-
leiðangur um Snæfellsnes og Breiða-
fjörð, en safninu er kunnugt um all-
marga báta á þessum slóðum. Jón
varð margs vísari um fjölda og ástand
báta þar um slóöir og í haust verður
sett upp lítil sýning í Sjóminjasafninu
um niðurstöður ferðarinnar.
Áhugasamir eigendur
Allmargir gamlir bátar eru til við
Breiöafjörð og sumir enn í notkun,
aðrir eru geymdir í söfnum eða eru a
leiðinni þangað, nokkrir eru í vörslu
fyrirtækja og aðrir geymdir í misgóð-
um húsum og óvíst með ráðstöfun
þeirra. í engu þessara húsa er öryggis'
búnaður af neinu tagi, enda ekki við
því að búast, en í flestum tilvikum erU
bátarnir undir verndarvæng áhuga-
samra eigenda eða safnamanna og
ekki mikil ástæða til að óttast mjög 3
meðan þeirra nýtur við.
Óvaröir bátar túna og grotna
Ástandið er verra þegar engin11
áhugasamur aðili lætur sér annt um
afdrif gamalla báta, og minja yfirleitt,
og það á við um mikinn meirihlut3
þeirra báta sem skoðaðir voru í surnar-
Langflestir gamlir bátar liggja óvarðU
úti, fúna þar og molna uns ekkert er
eftir. Sumir hafa legið og beðið betn
tíma í áratugi og orðnir svo lasbuið*1
að þeim er vart hugað iíf, hvað þá
þeim sé treystandi í ferðalög. er
nefnilega svo, hvað sem líður örygglS
búnaði og reglugerðum, að safnastarf
og björgun menningarverðmæta et
enn að langmestu komið undir forn
fúsu starfi áhugamanna um land allt-
430 ÆGIR OKTÓBER 1993