Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 39
DIIIIIIR 06 VEBUR
Stóru þorskárgangarnir og veður á hrygningartímanum
Niöurstöbur mælinga Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna að
staerð þorskstofnsins sé í sögulegu lágmarki um þessar mundir.
Stærðarsveiflur stofnsins eru engin nýlunda á íslandsmiðum og
Ijóst má vera að fleiri þættir en eingöngu veiðar hafa þar áhrif.
Svokallaöir umhverfisþættir hafa verið fyrirferðarmiklir í umræð-
unni, einkum í kjölfar ráðstefnu Alþjóblega hafrannsóknarábsins
hér á landi í lok ágústmánaðar 1993. Þar var meginviðfangsefniö
áhrif „veburfars" í hafinu á afkomu hinna ýmsu þorskstofna við
norbanvert Atlantshafið. Kastljósinu var m.a. beint að sjálfri
hrygningunni og hvaða skilyrði væru æskileg í hafinu ef klakið
^tti ab heppnast.
I þessari grein er ætlunin að varpa fram þeirri tilgátu að veður-
lag þær vikur sem þorskur er að hrygna í sem mestum mæli und-
an SV-landi geti haft úrslitaáhrif á þab hvernig til tekst. Einkum
verbur staldrab við þau ár þegar klakið gaf af sér stórárganga á
þessari öld.
Eftir
Einar Sveinbjörnsson
Úr frjógvuöum eggjum (hrognum)
klekjast þorsklirfur sem fyrstu 4-5 dag-
ana lifa á næringu úr kviðpoka sínum,
en að þeim tíma liðnum verða lirfurn-
ar að finna sér heppilegt æti. Ef fæðu-
hamboðið á hrygningarslóðinni er
takmarkað eiga hinar 5 mm löngu lirf-
Ur litla lífsvon. Fæðuframboð fyrstu
dagana eftir klakið er því óhjákvæmi-
*ega mikill áhrifavaldur á endanlega
stærð viðkomandi árgangs.
Arðrán fiskimiðanna
Árni Friðriksson fiskifræðingur rit-
a&i grein í Náttúrufræðinginn árið
l95l þar sem hann gerir klak sjávar-
iiska að umtalsefni. Vitnar hann þar í
bók fiskifræðingsins E.S. Russell, „Arð-
rán fiskimiðanna"1. Þar segir:
„Ekki er mikið vitað um orsakir
þessara [árgangajsveiflna, en eitt virð-
ist þó vera víst: það þarf ekki að vera
samband á milli eggjafjöldans, sem
kemur í sjóinn á hverjum gottíma, og
fjölda seiðanna sem komast af. Þvert á
móti hafa góðir árgangar oft skapast af
lítilli hrygningu. Örlög árganganna
eru því ekki komin undir fjölda eggj-
anna, sem er gífurlega mikill, heldur
því hvernig hinum tiltölulega fáu seið-
um vegnar sem klekjast úr eggi, enda
hættulegasta tímabilið fyrstu dagana
eða fyrstu vikurnar eftir að eggjunum
er hrygnt."
ÆGIR OKTÓBER 1993 449