Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 8
„Efég ætti að gera saman- burð á íslenskum sjómönn- um annars vegar og norsk- um, dönskum og fœreyskum hins vegar, pá vakti það strax athygli mína að hinir síðar- nefndu voru. ekki eins hátt stemmdir og okkar menn. Þeir voru yfirvegaðri, flýttu sér hœgar, en skiluðu engu að síður vinnu sinni með ágœtum. Meðan okkar menn tóku fótin með sér út á dekk þegar ræst var og klœddu sig þar tóku hinir sér tíma til að klœða sig innandyra." Sigurður Jónsson í Norðursjónum. Sigurður Jónsson er tæplega fimm- tugur og hefur stundað sjó í yfir þrjá- tíu ár, meðal annars sem stýrimaður á vertíðar- og loðnubátum. í fimm ár var hann stýrimaður á ísafoldinni og Geysi sem Árni Gíslason gerði út á nóta- og flotvörpuveiðar frá Hirtshals í Danmörku. Síðustu árin hefur hann róið einn á sex tonna báti frá Reykja- vík. Undanfarin tvö ár hefur hann verið formaður Smábátafélags Reykja- víkur. Hann er bitur vegna aðgerða sem beint er gegn smábátaútgerðinni og telur málin komin á hættulegt stig. Gömlum sjómönnum bannaö aö róa „Ég þekki nokkra gamla menn sem ég hitti stundum hérna niðri við höfn. Þetta eru fyrrverandi skipstjórar og sjómenn sem eiga sér skektur til að dunda við í ellinni. Nú er svo komið fyrir sumum þeirra að kvótinn dugar þeim ekki í matinn. Þetta finnst mér ömurlegt. Þetta eru menn sem hafa stundað sjóinn allt sitt líf. Þeir eiga mjög bágt með að skilja þetta. Lái þeim það hver sem vill. Mér finnst illa komið fyrir fiskveiðiþjóð þegar gamlir sjómenn rnega ekki lengur veiða sér í soðið eða afla sér svolítilla aukatekna meðan heilsan leyfir." Hagkvœm útgerö og umhverfisvœn Sigurður Jónsson er þeirrar skobun- ar að skýringarinnar á vandanum 1 sjávarútvegi sé ekki að leita hjá sma- bátaútgerðinni. Hann er sannfærður um að litlu útgerðirnar séu hagkvæm- ar. „Menn vinna mikið við þetta sjálf- ir, stundum öll fjölskyldan. Og ég veit ekki til að við á smábátunum höfum þegið neina styrki. Okkur hefur svo sem heldur ekki verið boðið upp á Þa- Ennfremur er þetta umhverfisvænn veiðiskapur sem stundaður er á sma- bátunum." Fiskveiöistefnan er röng „Það mætti ætla af atganginum aö ástand fiskistofnanna væri smábátun- um að kenna. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að sú fiskveiðistefna sem hér hefur verið rekin muni ganga aí sjávarútveginum dauðum áður en langt um líður. Frá því um 1973 hefur orðið gífurleg breyting á útgerðarhátt- um hér á landi. Fram að þeim tíma byggðist botnfiskveiðin, þ.e. þorsk- og ýsuveiðin, á vertíðunum. Núna heyra vertíðarbátanir svo að segja sögunm til en nær allt er veitt í troll." Öpum allt upp eftir öðrum „Við íslendingar höfum alltaf verið nokkrum árum á eftir nágrannaþjóö um okkar í fiskveiðum, til dæmis meö tækninýjungar og stærð fiskiskip3' Við höfum venjulega apað allt upP eftir Norðmönnum og Færeyingum- Nú eru bæöi Norðmenn og Færeyii'ö ar búnir að ganga frá fiskistofnunum hjá sér, að ekki sé talað um Nýfundn3 land. Og við siglum í kjölfarið- ^11 erum við að kaupa af Norðmönnm11 og Færeyingum sörnu togarana og Þeir 418 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.