Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 12
hafa verið á skipum sem ég hef verið á. Áhafnirnar eru, þegar allt gengur eðlilega, eins og ein stór fjölskylda. Þegar mikil manna- skipti eru, þá er eins og uppiausn sé í fjölskyldunni." Fyrst ó $mát>át svo á Gísla Árna „Ég kom heim í árslok 1980 og vann í iandi þar til seinni part vetrar að ég fór á sjóinn með félaga mínum á tíu tonna báti. Við byrj- uðum á netum héðan frá Reykja- vík í mars, en rérum síðan frá Þor- lákshöfn eftir páska. Við vorum aðra vertíð saman, en svo fór ég á loðnu. Ég réði mig sem annan stýrimann á Gísla Árna og var á honum allt til ársins 1986 þegar ég sneri mér alfarið að smábátaút- gerðinni." Kom mér upp eigin báti „Meðan ég var á loðnunni hafði ég komið mér upp báti í rólegheit- um. Þetta er sex tonna plastbátur. Ég vann talsvert í honum sjálfur og ég setti mig ekki í neinar skuldir vegna hans. Ég fór hægt af stað, en að lokum fór ég að stunda þetta eingöngu." Aldrei einmana úti á sjó „Það voru mikil viðbrigði aö fara að róa einn. Það má ef til vill segja að líf trillukarlsins sé ein- manalegt. Hins vegar finn ég aldrei fyrir einmanaleika þegar ég er úti á sjó. Verra finnst mér að standa einn inni í beitningarskúr. Þá sækir að mér einmanaleiki." Menn ná ekki kvótanum „Þetta þróaðist ágætlega hjá mér í byrjun og gekk vel fram undir 1990. Síðan hefur allt farib versn- andi. Nú hefur kvótinn minnkað svo ört að það er varla orðib lifandi á þessu. Og öllu verra er að fiskiríið er svo lítið að kvótinn næst varla. Ég hef sótt hér i innanverðan Faxa- flóann. Hef verib meb ýsunet og línu og svo grásleppunet á vorin. Ég held það hafi enginn náð ýsu- kvótanum sínum í Faxaflóanum núna og það á við víðar einnig." Mistök að leyfa kvótasölu „Það var ef til vill í lagi ab reyna kvótakerfið. Hins vegar voru þaö mikil mistök að leyfa kvótasölu. Eg tel kvótasöluna hafa skapað mik- inn ójöfnuð. Þjóðin öll á auðlind- ina, á því leikur enginn vafi. Það et tryggt í lögum. Því finnst mér ein- kennilegt að örfáir aðilar geti eign- ast kvótann, sjálfa auðlindina- Hvernig geta menn keypt og selt það sem aðrir eiga?" Þaö verður að taka tillit til fólksins „Smám saman safnast þessi þjóðarauður á fárra hendur. Ég fæ ekki séð hagkvæmnina í því aö heilu þorpin leggist í auðn og öll þau verðmæti sem þar er búið aö koma upp. Fólkið situr uppi með verðlausar eignir. Þá er það hræði- leg öfugþróun að færa vinnsluna 1 svo miklum mæli út á sjó sem raun ber vitni. Það má ekki ein- vörbungu taka tillit til útgerðar- innar. Það verbur að taka tillit til fólksins líka." Fáir orðnir eftir „Þeir eru fáir orðnir eftir sem hafa smábátaútgerð að aðalstarfi i Reykjavík. Kannski svona tuttugu 1 allt. Við erum sífellt í varnarstöðu- Ofan á þrengingar í kjölfar niður- skurðar kvóta og aflaleysis er stöðugt verið að hækka álögur a smábátaútgerðina og nýir útgjald3' póstar bætast sífellt við. Stundum fær maður á tilfinninguna að þ3^ sé vísvitandi verið að gera mann' erfiðara fyrir. Það hvarflar stund' um að mér að hætta þessu, en þaö er hins vegar ekki gæfulegt í þv' at vinnuástandi sem nú ríkir. Ætl’ maður þrauki þetta ekki eitthvað enn.” □ 422 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.