Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 14
Afkoma útgerðar og fiskvinnslu hefir lengi verið í sviðsljósinu. Þær aðgerðir, sem gripiö
hefir verið til í efnahagsmálum marga undanfarna áratugi, hafa almennt haft það að leiðar-
Ijósi að bæta hag sjávarútvegs. Með auknu frelsi á innlendum lánsfjármarkaði hefir dregið úr
möguleikum stjórnvalda til að hafa bein áhrif á því sviði. Vextir og fjármagnskostnaður ráb-
ast nú af öðrum þáttum en beinum fyrirmælum stjórnvalda og óvíst er hvort opinberir aðil-
ar geti beitt sér fyrir lengingu lána eða auknu lánahlutfalli þar sem slíkt hlýtur að vera 1
verkahring stjórna viðkomandi lánastofnana_________________________________________
„Mismunur
uppgjörsaðferða er
talinn endurspegla hið
svokallaða neðanjarðar-
hagkerfi par sem í Ijós
kemur að tekjum er
ráðstafað samkvœmt
einu uppgjöri, sem ekki
er aflað, samkvcemt
öðru."
Útflutningur íslendinga 1992
(í milljörðum króna)
Vöruútflutningur 87,8
Útflutningur þjónustu 38,8
Samtals 126,6
Þar af sjávarútvegur 69,9
Hlutfall sjávarútvegs 55,2%
Vergar þáttatekjurí þjóðarbúskapnum 1990 (í milljörðum króna)
Vergar þáttatekjur 273,7
- þar af fiskveiöar 27,8
- þar af fiskvinnsla 14,1
Hlutfall sjávarútvegs 15,3%
Eftir
Kristjón Kolbeins
Staða sjávarútvegs í
þjóðarbúskap islendinga
Ástæða þess hvers vegna efnahags-
abgerðir hafa yfirleitt snúist um hag
sjávarútvegs eru augljósar. Erlendar
gjaldeyristekjur eru landinu afar mik-
ilvægar og er sjávarútvegur ein helsta
uppspretta þeirra. íslendingar hafa
gjaldeyristekjur bæði af útflutningi
vara og þjónustu. Mikilvægi sjávarút-
vegs fyrir gjaldeyrisöflun sést best á
því að árið 1992 nam vöruútflutning-
ur íslendinga alls 87,8 milljörðum
króna, þar af var útflutningur sjávaraf-
urða 69,9 milljarðar eða 79,6%. Á ár-
inu 1992 var útflutningur þjónustu
38,8 milljaröar króna þannig að út-
flutningur reyndist alls 126,6 milljarð-
ar. Útflutningur sjávarafurða er því
liðlega 55% af heildarútflutningi vara
og þjónustu íslendinga. Á undanförn-
um árum hefir hlutur vöruframleiðslu
í landsframleibslu farið minnkandi á
kostnað þjónustu. Þessi þróun hefir
átt sér stað í flestum iðnríkjum heims.
Einkenni vanþróaðra ríkja er að frum-
framleiðslugeirar eru fjölmennir en
fáir starfa við þjónustu og úrvinnslu
en með efnahagslegum framförum
fækkar í frumvinnslu og þjónustu-
greinar dafna. Ástæðan virðist vera sú
að skilyröi til framleiðniaukningar í
frumvinnslu eins og landbúnabi og
sjávarútvegi eru mun betri en í þjon-
ustugreinum og þegar fullnægt hefir
verið markabi fyrir vöruframboö fer
eftirspurn vaxandi eftir alls kyns þjón-
ustu.
Neöanjaröarhagkerfi
Sjávarútvegur selur framleiðslu sina
fyrst og fremst á erlendum markaði-
Því kemur ekki á óvart að hlutur sjav-
arútvegs i vergri þjóöarframleiðslu ef
mun minni en í tekjum af útflutning1-
Árið 1990 eru vergar þáttatekjur alls1
þjóðarbúskap íslendinga taldar um
273,7 milljarðar þar af var hlutur fisk'
veiöa 27,8 milljarðar og fiskvinnslu
14,1 milljarður eða alls um 41,9 miUÍ'
arðar, sem er 15,3% af þjóðarbúskap
íslendinga. Það ár var landsframleiðsla
á markaðsvirði 354,4 milljarðar. Sa
munur, sem er annars vegar á lands-
framleiðslu á markaðsvirði og vergum
þáttatekjum, stafar af mismuni upp'
gjörsaðferða, óbeinum sköttum og
framleiðslustyrkjum. Mismunur upp'
gjörsaðferða er talinn endurspegla h10
svokallaða nebanjarðarhagkerfi þaf
sem í ljós kemur að tekjum er ráðstaf
að samkvæmt einu uppgjöri, sem ekk1
er aflað, samkvæmt öðru. Þessi mlS
munur virbist alltaf vera sömu meg111'
424 ÆGIR OKTÓBER 1993