Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 30

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 30
Eövarö T. Jónsson er að góöu kunnur hér á landi fyrir fréttir og fréttaskýringar um fœreysk málefni í útvarpi og sjónvarpi. Kjartan Hoydal fiskimálastjóri: „Fiskvinnsl- an hefur ekki skapað fjár- magn - hún hefur þurft á fjármagni að halda. Samfé- lagiö varö að taka lán til þess að fjármagna þaö sem fisk- vinnslan gat ekki gefiö því. Styrkimir hafa þess vegna ekki bjargað helsta atvinnu- vegi þjóðarinnar heldur eyði- lagthann." Lcmdssjóður í hœttu Það voru ekki aðeins skipin sem lifðu á velvild landssjóðs. Árið 1984 gaf vinnuhópur út skýrslu um stöðu frystihúsa og fiskvinnslu. Skýrslan sýndi að eigið fé í frystihúsum var lít- ið og oft neikvætt. í ljós kom að frysti- hús sem höfðu neikvætt eigið fé uppá hundruð milljóna króna héldu áfram rekstri eins og ekkert hefði í skorist. Vinnuhópurinn benti á að landssjóð- ur væri oft hinn eini af lánardrottnum frystihúsanna sem ætti á hættu að tapa fé ef illa færi. Þrátt fyrir það hélt landssjóður áfram að veita illa stæð- um og illa reknum frystihúsum kreppuhjálp. Enginn árangur Árið 1988 barst landsstjórninni ennþá alvarlegri viðvörun. Hún hafði beðið endurskoðunarfyrirtæki Carls Wilhelms Weihe að kynna sér stöðu frystihúsanna og semja um hana skýrslu. Könnunin leiddi í ljós að ekki eitt einasta frystihús í landinu sýndi árangur á ársskýrslum sínum. Ekkert frystihús hafði ráð á að greiða afborg- anir af gömlum skuldum og í árslok 1988 námu skuldir húsanna 8,5 millj- örðum króna. En þótt sýnt væri fram á að frysti- húsin gætu annað miklu rneira magni en þau gátu fengið og þótt sérhvert þeirra skuldaði að meðaltali 600 millj- ónir króna og þótt ekkert þeirra hefði ráð á að greiða vexti eða afborganir af lánum virtist ekkert því til fyrirstöðu að þau fengju fyrirgreiðslu frá fær- eysku bönkunum. Blindir bankamenn Steingrímur Nielsen, bankastjóri Sjóvinnubankans, sagði í október 1992 eftir fyrsta gjaldþrot Sjóvinnu- bankans: „Ég veit ekki hver hefði get- að sagt fyrir um þetta - bankastjórnin gat það ekki. Og ég get bætt því við að allt fram til 1991 gekk rekstur flestra frystihúsanna vel." Færeyskir bankastjórar tjáðu dönsk- um hagfræðingum árið 1989 að það væri hvorki nauðsynlegt né ráðlegt að afskrifa skuldir í sjávarútvegi. Frá því1 byrjun árs 1993 hafa færeyskir og danskir bankamenn lítið annað haft fyrir stafni en finna leiðir til að mæta gjaldþrotum í sjávarútvegi og afskrifa skuldir fiskvinnslufyrirtækja. Andras Kristianssen sjávarútvegs- fræðingur hefur líkt styrkjum til veiða á verðlitlum fisktegundum við at- vinnuleysisbætur til fiskvinnslunnar. Kristianssen segir: „Það vekur furðu að menn hafa aldrei litið um öxl og spurt sjálfa sig hvort rétt hafi verið að veita atvinnuvegunum þennan styrk. Hvað höfum viö fengið fyrir hann? hvaða gagni hefur hann komið okk- ur? Hvorki stjórnmálamenn né at- vinnurekendur hafa viljað ræða þetta, allra síst hinir síðastnefndu." Hagsmunatengsl Andras bendir á að í sjávarútvegs- nefnd lögþingsins hafi einnig setið ut- gerðarmenn og frystihúsaeigendur - þeir hinir sömu og taka áttu ákvarð- anir um að skera niður styrkjakerfið-1 sjávarútvegsnefnd áttu útgerðarmeru1 sem sagt að taka ákvarðanir urn að kippa fótunum undan sjálfum sér og draga úr eigin starfsemi. Eins og nætn má geta tókst yfirleitt að fresta slíkum ákvörðunum meðan leitað var ann- arra lausna. Rétt vara - rétt verö Hann segir einnig að meginástæð- an fyrir því að færeyska fiskvinnslan tórði svo lengi sem raun bar vitni haf' verið sú að hún var liður í kerfi seff> tryggði framleiðendum hagnað ef Þeir framleiddu ákveðna vöru. Um leir> 440 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.