Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 27

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 27
sem betur má fara. Oft verða lífleg skoðanaskipti á þessum fundum, en í lok þeirra er tekin ákvörðun sem stjórnendur fyrirtækisins sjá til að verði framfylgt. Allir fundar- menn eru þannig þátttakendur í stjórnun fyrirtækisins. Reksturinn ekki einkamál stjórnendanna „Þessir samráðsfundir eru haldnir annan hvern mánuð/' seg- lr Gísli Svan. „Þarna leggjum við á korðið framlegðarútreikning fyrir °11 skipin, hlið við hlið, og ræðum lið fyrir lið um tekjurnar og gjöld- lrb afla á úthaldsdag og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hvort mörg fyrirtæki leggja slíkar upplýs- lngar fyrir starfsmenn sína. Við gerum þetta hins vegar vegna þess aö við álítum að það sé ekki einka- mál okkar stjórnendanna hvernig reksturinn gengur." Valdaframsal »1 stjórnskipulagi fyrirtækisins er reynt að hafa að leiðarljósi að starfsmenn eigi þátt í að taka akvarðanir er snerta starfið. Allir yfirmenn hjá fyrirtækinu hafa skriflega starfslýsingu, þar sem skýrt og greinilega er gerð grein fyrir ábyrgð og völdum hvers starfsmanns. Mikilvægt er að sam- r®mi sé milli framsals valds og ^byrgðar. Raunverulegt valdafram- Sal gefur starfsmanni vald til þess a^ vinna það verk sem hann er abyrgur fyrir. Þab er ekki hægt að iramselja ábyrgð nema menn séu tHbúnir að framselja vald." Ábyrgö vélstjóra Gísli Svan Einarsson segir að V'bhaldsmál togaranna séu gott baemi um valddreifinguna í fyrir- tækinu, en viðhald er stór út- gjaldaliður í hverju útgerbarfyrir- tæki. „Hér er ekki rekin sérstök tæknideild, hins vegar er yfirvél- stjóra á hverju skipi ásamt útgerð- arstjóra falin sérstök ábyrgð á öllu viðhald um borð. Þessari ábyrgð deila þeir auðvitað með skipstjóra og öðrum starfsmönnum fyrirtæk- isins. Ef eitthvað bilar úti á sjó lendir það yfirleitt á vélstjóranum að koma því í lag. Því er ljóst að vélstjórar eru lykilmenn í því að viðhald sé sem mest fyrirbyggj- andi. Nánar er þetta skilgreint þannig: Yfirvélstjóri skipuleggur viðhald skipsins og sér um að það sé innan ákveðins kostnaðar- ramma. Hann hefur nákvæmt eft- irlit með vibgerðarverkefnum. Hann gerir ráðstafanir tímanlega meb viðgerðir og varahluti í huga. Hann hefur strangt kostnaðareftir- lit meb viögerðum og varahlut- um." Upplýsingar um aflabrögö Tengslin milli skipanna úti á sjó og starfsmanna í landi eru eitt lyk- ilatriðanna í gæðastjórnuninni hjá Fiskiðjunni-Skagfirðingi hf. „Á hverjum morgni fær útgerðarstjóri upplýsingar frá togurunum um aflabrögð, skiptingu afla eftir teg- undum, hvar aflinn hafi fengist og í hvaba ástandi fiskurinn er. Þá fær útgerðarstjóri einnig upplýsingar um stærðarflokka, en hjá okkur er þorskur flokkabur í þrjá flokka eftir stærb, en karfi og grálúba í tvo flokka. Þessar upplýsingar eru síð- an lagðar fram á daglegum sam- ráðsfundi framleiðslustjóra og verkstjóra og þær koma að góbum notum við skipulagningu á vinnslu næstu daga." Árangurinn er mœlanlegur En hvernig merkja menn árang- ur gæðastjórnunarinnar? „Vib sjáum árangurinn á mörg- um sviðum. Togarar okkar hafa á undanförnum árum selt karfa reglulega í Þýskalandi. Þeir hafa fengið 20-30% hærra verð en gengur og gerist á markaðinum og á góð meðferð aflans sinn þátt í því. í öbru lagi höfum við saman- burð á afla togara sem við kaupum ■hráefni af á fiskmörkuðum. Þar er þessi munur okkur í hag. Okkar skip skila áberandi betra hráefni sem aftur leiðir til þess ab það fer í verömætari pakkningar og skilar meiri tekjum." Aukin samkennd og samóbyrgö „Allur verður þessi árangur í askana látinn og það hefur áreið- anlega aldrei verið þýðingarmeira en einmitt nú að ná sem mestu út úr minnkandi afla. Og þetta er fundið fé sem sést best af því að fyrir hvert eitt prósent sem við get- um aukið nýtingu hráefnisins hér hjá Fiskiðjunni-Skagfirðingi hf. aukast verðmætin um sextán millj- ónir króna á ári. Það er tími til kominn að íslendingar hverfi frá því hugarfari að vera að bjarga verðmætum frá skemmdum og rusla í gegn aflanum til þess eins að klára. Þetta er matvælavinnsla þar sem menn eiga að keppast við að búa til sem mest verðmæti úr hráefninu. Þá er það ekki síður mikilvægt að okkur finnst sem að okkur hafi tekist að auka sam- kennd og samábyrgð starfsmanna. Starfsmennirnir skilja að það eru gagnkvæmir hagsmunir þeirra og fyrirtækisins að reksturinn gangi vel." □ ÆGIR OKTÓBER 1993 437

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.