Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 45

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 45
yröi til aö varðveita lagskiptingu í yfirborðssjónum. Skammvinn SA- eða A-átt gerir lítið Þær veðurlagsforsendur sem hér hafa verið taldar upp eru vitanlega ekki allsráðandi þau ár sem skoðuð eru. Þó að N-áttir og háþrýstisvæði Seu vissulega áberandi öll árin í einni eða annari mynd finnast frá- Vlk, einkum eru kaflar inn á milli nreð lægðagangi fyrir sunnan land. há er vindur gjarnan SA- eða A- stæður úti fyrir Suðurlandi. Hvass- v*hri af þessari átt eru oftast nær skammvinn og lýkur slíkum l^gðagangi alloft með NA- eða N- att- SA- og A- frávikin eru sérstak- *ega áberandi árin 1964 og 1970, en síður hin tvö. Eitt er þó sameig- 'nlegt fyrir öll þessi ár. Hvassviðri eha stormar af suðri eða suðvestri h°nia aldrei fyrir. Sú staðreynd skiptir ef til vill mestu máli eins °§ síðar verður vikið að. Samanburður við risaárganga fyrr á öldinni hrátt fyrir að úrtakið hér ein- skorðist við árin eftir 1960, er þó atar forvitnilegt að fá samanburð v’h risaárgangana þrjá á þessari °ld9. Þessir árgangar eru 1922, 1924 og 1945. Bera þeir höfuð og herðar yfir alla aðra og er þorskár- §angurinn 1922 t.d. álitinn hafa verið 1300 millj. nýliða, eða rúm- *ega þrisvar sinnum stærri en þeir argangar eftir 1960 sem skoðaðir eru9- Einkum eru það gríðarlegar ^r®nlandsgöngur sem gera það að Verkum að þessir þrír ('22, '24 og 45) eru þeir alstærstu á öldinni, en íslenski hluti þeirra var einnig ahtinn stór. Góð uppeldisskilyrði Vlh Grænland auk stærðar hrygn- ingarstofnsins eru einkum taldar ástæður fyrir risaklaki þessara ára.9 Árið 1922 gerði hvassa SV-átt þann 20. apríl, en síöan tóku N- lægir vindar við og héldust þeir út mánuðinn. SA- og A-áttir voru síð- an ríkjandi fyrstu dagana í maí og var vindur mestur metinn 7 vind- stig á Stórhöfða. Árið 1924 var N- og NA-þræs- ingur með litlum hléum allan tím- ann frá 20. apríl til 7. maí. 1945 var vindur breytilegur, þó var fimm daga langur kafli á miðju tímabilinu með N-lægum vindum eða hægviðri (áberandi Græn- landshæð). Svipaður kafli var aftur í lok tímabilsins. Hvassast var 8 vindstig í háaustanátt (Stórhöfði). Veðurlagið að vori þessi þrjú ár hlýtur að styðja tilgátuna um sam- spil veðurs og góðrar nýliðunar. Tíöarfarió aö vori undanfarin ár Hafrannsóknastofnun hefur mælt frekar lélega eba jafnvel mjög lélega nýliðun allt frá 1986. Að vísu gefur seibavísitala í ár vonir um að 1993-árgangurinn geti orðiö meðalstór. Ekki þarf að fletta lengi í veðurkortum til að sjá misrnun- inn á tíðarfarinu þessi „lélegu" ár og hins vegar „góbu" árin hér að framan. Einkennandi fyrir þessi sjö ár (1986-1992) eru umhleypingar, tíðir stormar og lítib um N-læga vinda. Einna rólegast var 1991 dagana 20. apríl til 7. maí, en 1992 mældust 9 vindstig eða meiri vind- ur í átta daga af þessum átján á Stórhöfða (NV-, N- og NA-átt er þá ekki talin með). Hvað klakið 1993 áhrærir er óhætt að fullyrða ab veðurlagiö það vor gefi þá vísbendingu að enginn stórárgangur sé á ferðinni. Veðurforsendurnar geta aðeins gef- ið vísbendingar um stóru árgang- ana að svo komnu máli, en ef til vill mætti með nánari athugun og rannsóknum finna fylgni milli veburs á hrygningarslóð og mis- heppnaðs klaks. Þó verða aðrir þættir en vindar og veður að teljast meiri áhrifavaldar þegar klakið misferst. Þá er einkum átt við stærð hrygningarstofns og al- mennt árferði í sjónum umhverfis landið. Ýmsar vangaveltur Eitt er það ár sem vindafar á Stórhöfða gaf tilefni til vel heppn- aðs klaks en árgangurinn reyndist síban vera lélegur. Hér er átt vib 1979. Það vor var eitt hið allra kaldasta á öldinni og í kjölfar haf- íss fylgdi sjávarkuldi fyrir norban. Afleiðing kuldans var m.a. sú að Ölfusá og Þjórsá skiluðu ekki fram leysingavatni svo nokkru nam fyrr en langt var komiö fram á sumar. Rennslisgögn voru þó ekki skoðuð heldur er hér um hreina ágiskun ab ræða. Hafi framburður ánna tveggja verið lítill er ósennilegt að hitaskiptalag hafi myndast nógu snemma í þeim kuldum sem ríktu þetta vor. Hitinn á Stórhöfða var 0,7° undir meðallagi í apríl, en 3,7° í maí. (Enn stærra hitafrávik var á Eyrarbakka.) Þó að margsinnis hafi verið bent á mikilvægi stöðugleika í yfir- borðslögum sjávar meöan á hrygn- ingu stendur og í kjölfar hennar getur viss lóðrétt blöndun vegna vinds haft gób áhrif. Þörungagróð- ur þarf t.a.m. á næringarsöltum að halda sér til fjölgunar og ganga þau fljótt til þurrðar í yfirborðslög- unum þar sem sólarljóssins gætir. Blöndun við dýpri lög þarf því að ÆGIR OKTÓBER 1993 455

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.