Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 22
REYTINGUR
FRÁ AÐALFUNDI
Botndýr á
íslandsmiöum
Nú er unnið að viða-
miklu rannsóknaverkefni á
botndýrum á íslandsmið-
um á vegum Líffræðistofn-
unar Háskóla íslands, um-
hverfisráðuneytisins, Haf-
rannsóknastofnunar, Nátt-
úrufræðistofnunar, Sand-
gerðisbæjar og Sjávarút-
vegsstofnunar Háskólans.
Verkefnið, sem gengur
undir nafninu Biolce, er
unnið í samvinnu við
ýmsa erlenda háskóla.
Markmið rannsóknarinnar
er að kanna hvaða botn-
dýrategundir finnast á ís-
lensku hafsvæði, að athuga
útbreiðslu þeirra og meta
hugsanleg áhrif ýmissa
umhverfisþátta þar á, að
kanna samfélög botndýra
og hugsanleg áhrif veiðar-
færa á þau, að athuga ætis-
skilyrði botnfiska með
hliðsjón af útbreiðslu og
magni botndýra. Gert er
ráð fyrir að nokkrar þús-
undir tegunda muni finn-
ast við rannsóknirnar. Þar
af má búast við töluverð-
um fjölda áður óþekktra
dýrategunda. Reiknað er
með að tekin verði sýni á
um 600 athugunarstöðum
og að fjöldi sýna verði alls
á bilinu frá 1600 til 1800.
Reiknað er með að 60-70
erlendir fræðimenn taki
þátt í lokaúrvinnslu.
(Fréttabréf Háskóla íslaruls)
SKULDIR. VEXTIR OG HÓUNARSJÓBUR
Alyktun abalfundar Samtaka fiskvinnslustöbva
Miklar skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtœkja, háir raunvextir
og málefhi fyrirhugaðs þróunarsjóðs sjávaríítvegsins voru nieg-
inmálin á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn
var í Stykkishólmi 24. september.
Skuldar 110 milljarða
í ályktun aðalfundarins um
skuldir sjávarútvegsins segir: „ís-
lenskur sjávarútvegur skuldar nú
um 110 milljarða, þar af um 60% í
erlendum gjaldmiðlum, og er með-
allánstími skuldanna um sjö ár. Á
sama tíma og skuldir sjávarútvegs-
ins hafa hækkað um 15 milljarða á
einu ári hefur útflutningsverðmæti
staðið í stað. Þessari þróun verður
að snúa við. Á meðan sjávarútveg-
urinn í heild er rekinn með tapi
halda skuldirnar áfram að hlaðast
upp. Sjávarútvegurinn verður að
geta greitt skuldir sínar, að öðrum
kosti er öllu efnahagslífinu stefnt í
voða. Aðeins ein leið er fær til þess,
en hún er sú, að sjávarútvegurinn
nái að hagnast umtalsvert á kom-
andi árum."
Vextir vega þungt
Um vaxtamál segir svo í ályktun
aðalfundar SF: „Háir raunvextir
innanlands þyngja róðurinn, en al-
menn 2-3% raunvaxtalækkun inn-
anlands getur lækkað fjármagns-
kostnað sjávarútvegsins um allt að
1000 milljónir á ári. Aðalfundur SF
fagnar samkomulagi Seðlabanka og
lánastofnana, sem miðar að því að
hægt verði að lækka nú þegar nafn-
vexti á óverðtryggðum útlánum, en
eftir stendur að raunvextir hér a
landi eru alltof háir og ekki í neinu
samræmi við það sem gerist hja
okkar helstu viðskipta- og sam-
keppnisþjóðum."
Þróunarsjóður
sjóvarútvegsins
„Aðalfundur Samtaka fis^'
vinnslustöðva telur að gera þurfi
veigamiklar breytingar á frum-
varpsdrögum um þróunarsjóð sjáv-
arútvegsins sem ríkisstjórnin hefur
tilkynnt sem forgangsverkefni á Al-
þingi nú í haust. Aðalfundur SF tel-
ur brýna þörf á öflugum úrelding-
arsjóði í sjávarútvegi sem nái til
fiskiskipa og fiskvinnsluhúsa. Aftur
á móti er yfirtaka á skuldbinding'
um atvinnutryggingadeildar og
hlutabréfasjóðs Byggðastofnunar,
sem eru langt umfram eignir, al-
gjörlega óásættanleg. Aðalfundur
SF skorar á stjórnvöld að taka upp
viðræður við sjávarútveginn um
stofnun á slíkum úreldingarsjóði,
en það er algjör forsenda þess að
einhver sátt verði um sjóðshug'
myndina. Endurskoðun laga u®
stjórn fiskveiða og stofnun þroum
arsjóðs eru samtengd mál og algjört
skilyrði að þessi stóru hagsmuna-
mál sjávarútvegsins verði rædd og
afgreidd samhliða á Alþingi." O
432 ÆGIR OKTÓBER 1993