Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 24
saman um rúm 120 þúsund tonn upp úr sjó frá 1988 til 1992 og munar þar mest um minni þorskafla. A þessu tímabili minnkaði heildarmagn gáma- og siglingafisks um tæp 35 þúsund tonn en aukning í afla vinnsluskipa varð tæplega 40 þúsund tonn upp úr sjó á þessu tímabili. Gera má ráö fyrir að hlutdeild fiskvinnslu í landi geti orðið um 67-68% á næsta ári. Hlutdeild frystitogara rúmlega fimmtungur Stöðug aukning hefur verið í hlutdeild frystitog- ara í botnfiskaflanum. Árið 1986 var afli þeirra um 3%, fór í 12% árið 1988 og var kominn í 21% á síð- asta ári. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er hlutfall vinnsluskipa 20% af heildarbotnfiskaflanum. Af- koma flestra vinnsluskipa hefur verið mjög viðun- andi undanfarin ár, á sama tíma og ísfisktogarar og botnfiskvinnsla hafa verið rekin með tapi flest árin. Það er sá hvati sem leitt hefur til mikillar fjölgunar vinnsluskipa þó svo að eitthvað hafi hægt á þeirri þróun um þessar mundir. Reikna má með að hlut- fall vinnsluskipa í botnfiskaflanum verði 21-22% á næsta ári. Jafnmikið flutt inn og út af óunnum þorski Hlutfall gámafisks og siglinga fiskiskipa á erlend- an markað náði hámarki árið 1990 eða 18% af botn- fiskaflanum. Síðan hefur hlutfallið og magnið farið lækkandi og fór niður í 14% á síðasta ári. Mesti samdrátturinn er í óunnum þorski og ýsu á Bretland og hefur heildarmagn minnkað um yfir 50% á síð- ustu 2-3 árum. Þessi samdráttur er langt umfram minnkandi veiðiheimildir á þorski og ýsu. Þessi þró- un er fyrst og fremst tilkomin vegna vaxandi sam- keppni innlendra fiskmarkaða, sem aukið hafa hlut sinn, og meiri sérhæfingar fiskvinnslufyrirtækja hér á landi. Starfsemi Aflamiðlunar hefur einnig dregið nokkuð úr útflutningi á þorski og ýsu. En það sem skiptir meginmáli er að greiðslur innlendrar fisk- vinnslu fyrir hráefnið, einkum þegar keypt er á fisk- mörkuðum, eru fyllilega sambærilegar við söluverð á erlendum mörkuðum þegar tekið hefur verið tillit til alls kostnaðar og kvótarýrnunar. Nú er svo kom- ið að jafnmikið er flutt inn af þorski til vinnslu hér á landi af erlendum veiðiskipum og flutt er út af óunnum þorski. Fyrstu sjö mánuði þessa árs nam inn- og útflutningur á óunnum þorski tæpum 6000 tonn- um miðað við slægðan fisk með haus. Viðbúið er að hlutdeild útflutnings á óunnum fiski muni fara niður í 10-11% á næsta ári. Fiskkaupendum fœkkar Samtök fiskvinnslustöðva hafa á undanförnum árurn tekið saman upplýsingar um fjölda fiskkaupenda seffl kaupa meira en 100 tonn af hráefni á ári. Þetta eru at- hyglisverðar upplýsingar sem unnar eru upp úr Utvegi Fiskifélags íslands. Þar kemur fram að fiskkaupendum fjölgaði töluvert með tilkomu innlendra fiskmarkaða árið 1977 og voru þá 355 kaupendur sem keyptu meira en 100 tonn á ári. Þessi tala hélst nær óbreytt 1988 og 1989, en lækkaði síðan og var á síðasta ári komin niður í 295 kaupendur. □ FISKIKER VÖRU- lÍNU' BRETTI BALAR luú Sefgöröum3,170, Seltjamamesi. Sími 91-612211. Fax9hol41® rVlST IS0 9001 * 1 -- VOTTUN HF. - VOTTAPG; 434 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.