Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 44

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 44
stóru Grænlandsgöngunum fyrir miöja öldina (árg- 1922, 1924, 1945). Veðurlag meö áþekkum hœtti að vori þessi ár Veðurlag í lok apríl og í byrjun maí þessi fjögur ein- stöku ár var með mjög áþekkum hætti. Sé tíminn frá 20. apríl til 7. maí skoðaður sérstaklega með tilliti til veðurlags sést m.a.: - Vindur var lengst af hægur (Stórhöfði). - Stormar voru mjög fátíðir. - S- og SV-strekkingsvindur fátíður. - Áberandi algeng N- og NA-átt, og hún jafnvel hvöss. Hvað afstöðu veðurkerfa áhrærir þennan tíma (myndir 6 og 7) var athyglisvert að næstum ekkert var um lægðir sem fóru yfir landið eða fyrir vestan þaö norðaustur um Grænlandssund og skýrir það vitanlega litla tíðni S- og SV-átta. í annan stað var háþrýstisvæöi viðloðandi við landið eða hafsvæðin umhverfis svo dögum skipti flest þessara ára. Kyrrvibri er oftast naer fylgifiskur hæbanna. Sé litið nánar á umrætt tímabil frá 20. apríl til 7. maí virðast norðlægar áttir gjarnan ríkja framan af, og þá jafnvel nokkuð hvassar, en há- þrýstisvæðið er áberandi síðari hluta tímabilsins. Mjög hvöss norðanáttin virðist gera lítinn usla hvað lagskiptingu sjávar varðar. Vindur stendur af landi og þá er ekki að vænta mikils sjávargangs miðað við þá ölduhæð sem búast mætti vib ef vindur blési af opnu hafi. Mikilvægari verður þó norðanvindurinn að teljast fyrir þær sakir að hann áorkar að breiða ferskvatn Ölf' usár og Þjórsár frá árósum og ströndinni út yfir strand- sjóinn. Suðlægir vindar hefta hinsvegar þessa æskileg11 útbreiðslu og einnig valda þeir brimi og róti með þeirri afleiðingu að hið dýrmæta ferskvatn blandast í ríkum mæli söltum sjónum. í kjölfar daga með norðlægum vindum eru aðstæður til myndunar þörungablóma því ákjósanlegar, einkum ef háþrýstisvæði með tilheyrandi hægviðri helst í nokkra sólarhringa. Æði oft er léttskýjað undan Suðvesturlandi þeg3f títtnefndar hæðir eru í grennd við landið og það á reyndar einnig við þegar vindur er norðlægur. (Þess ber þó að geta að gjarnan verður þokusælt í kyrrviðri, sér- staklega ef loftið er ættað sunnan að, og þá er vitanleg3 lítiö gagn að sólarljósinu!) Áhrif þessa hagstæða veður- lags eru því tvíþætt. í fyrsta lagi gnótt sólarljóss til að framkalla þörungablóma og í öðru lagi hagstæð skil' 454 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.