Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 40

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 40
Hér við land höfum við einmitt dæmi þess að nýliðun hafi misfarist þrátt fyrir tiltölulega sterkan hrygn- ingarstofn, t.d. 1969 (mynd 1). Hið gagnstæða, þar sem lítill stofn gefur af sér stóran árgang, höfum við frá árinu 1983. Árgangasveiflurnar ráðast því ekki eingöngu af stærð hrygningar- stofnsins á hverjum tíma heldur allt eins af umhverfisaðstæbum, eins og af ástandi sjávar, fæðuframboði og af- ráni, fyrstu árin áður en viðkomandi árgangur verður veiðanlegur. Hrygningarstöövar þorsksins í ljósi þessa væri ekki úr vegi að kanna aðstæður á hrygningarstöðvum þorsksins þá tiltölulega fáu daga sem seiöin eru að komast yfir erfiðasta hjallann. Landgrunnið frá Þjórsárós- um, vestur með Reykjanesi er þýðing- Einar Sveinbjömsson er fœcidur 1965. Hann stundaði nám í veðurfrœði og skyldum greinum við Óslóarháskóla 1985-1991 og hefur síðan starfað á spádeild Veðurstofu íslands. armesta hrygningarsvæði þorsksins hér við land2 (mynd 2). Þó á sér oftast stað hrygning úti fyrir SA-landi og eins fyrir utan Breiðafjörð.2 Nýlegar rannsóknir benda síðan til staðbund- inna stofnbrota, t.a.m. virðist sern einn slíkur hrygni í Bakkaflóa.3 Þrátt fyrir hrygningu þorsks í einhverjurn mæli allvíða meb ströndum landsins hlýtur vel heppnað klak á megin- hygningarsvæðunum undan strönd Reykjaness og á Selvogsbanka að telj- ast forsenda fyrir stórárgöngum á Is- landsmiöum. Hrygningin hefst seint í mars og stendur fram í maí með áberandi ha- marki í 3. viku aprílmánaðar.4 b° verður vart nokkurs breytileika á upp- hafi hrygningar frá ári til árs og einnig hvað varðar tíma hrygningarhámarks- ins. Eggin klekjast út á 9-10 dögum og nær aðeins um 15% af hrognunum að klekjast út2 (mynd 2). Nýútklakin fisklirfan berst síðan með straumum 1 yfirborðslögum sjávar, algerlega háð því, eins og fyrr segir, að hitta a heppilega fæðu eftir að kviðpokastig- inu lýkur. Ætið þessa fyrstu daga og vikur virbist nær eingöngu vera sma- gerð afkvæmi rauðátu, annaðhvort egg hennar eða lirfur. Reyndar benda nýjar rannsóknir til þess að svifþöt' ungar komi talsvert við sögu alha fyrstu dagana.5 Nauösyn svifþörunga og hegöun rauöátunnar Rauðátan leitar upp í yfirborðslög- in undan Suðurlandi síðla vetrar og verbur hún þá kynþroska.6 Hrygning hennar fer fram í mars og apríl, fýrst næst landi og færist síðan utar. Rauð- átan lifir á svifþörungum, en hrygn- ing og klak hennar er mjög háð því að framboð svifþörunga sé nægjanlegt- Því meiri sem fæðan er, því styttri tíma tekur raubátuhrygningin.6 A vet- 450 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.