Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 35
1 \ E II 1H Sjj iFI L 1 l 1 N 11 991
Mestu fiskveiðiþjóðirnar og mikilvægustu fisktegundir
Heimsaflinn dróst enn saman árið 1991, annað árið í röð. Árið 1990 var fyrsta árið
sem samdráttar varð vart í heimsafla í áratngi. Þessi þróun hélt áfram á árinu 1991 og
sannar trúlega það, sem lengi hefur verið haldið fram í Ægi, að ofveiði hefur rýrt svo af-
kastagetu helstu fiskstofna að nýting nýna stofia nœr ekki að vega upp minni afla úr
hefðbundnum fiskstofnum. Vandamál sem lengi hefiir hrjáð fiskveiðiþjóðir N-Atlants-
hafs erþví orðið alþjóðlegt vandamál.
Heimsaflinn
Nýlega gaf FAO út árlega skýrslu
s>na um heimsaflann 1991, FAO Year-
book Fishery Statistic, Catches and
Landings 1991. Samkvæmt tölum
FAO var heimsaflinn 1991 96.925.900
tonn miðað við 97.433.500 tonn árið
1990. Hefur aflinn því minnkað um
tæplega 3,3 milljónir tonna frá metár-
'nu 1989. Afli úr sjó hefur þó minnk-
meira en þessar tölur sýna. Árið
1989 var sjávarafli 86.375 þúsund
t°nn, en annar afli (fiskeldi og afli úr
ám og vötnum) var þá 13.382 þúsund
t°nn. Árið 1991 var sjávarafli hinsveg-
ar aðeins 81.748 þúsund tonn, en
annar afli 15.177 þúsund tonn. Sjáv-
arafli hefur því dregist saman um
rúmlega 4,6 milljónir tonna á þessum
tveimur árum en annar afli hefur
hinsvegar aukist um tæplega 1.8 millj-
°nir tonna á sama tíma.
Á súluriti sést þróun heimsaflans á
tímabilinu 1977-1991. Súlurnar sem
sýna afla hvers árs er skipt í sjávarafla
°§ annan afla. Þar er hægt að greina
mikla og stöðuga aukningu „annars
afla" yfir íangt tímabil. Sem dæmi má
nefna að sjávarafli árið 1991 var nán-
ast sá sami og árið 1986. Annar afli
hefur hinsvegar aukist um 30% á
sama tímabili. Þessa þróun má eflaust
rekja til meiri áherslu á fiskeldi. Sú spá
virðist því rétt, sem birt var í 9. tbl.
Ægis árið 1989, að fiskveiðar stefni nú
í átt til fiskeldis líkt og gerðist fyrir
10.000 árum þegar dýraveiðar og
söfnun jurta þróuðust í landbúnað. ís-
lendingar þurfa vart að hafa áhyggjur
af þessarri þróun. Við höfum svipuð
tækifæri og aðrir varðandi fiskeldið
þar sem lífríki íslandsmiða sýnir þá
möguleika sem eru fyrir hendi.
Helstu fiskveiöiþjóöirnar
í töflu 1 geta lesendur séð afla 50
helstu fiskveiðiþjóðanna á árinu 1991
Eftir
Ara Arason
ÆGIR OKTÓBER 1993 445