Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 46

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 46
Tilvísanir og heimildir: 1. Árni Friðriksson 1951. Klak sjávarfiska. Náttúrufræbingur- inn, 21: 29-30. 2. Eyjólfur Friðgeirsson 1982. Hrygning þorsks og ýsu 1976-1981. Ægir 75: 417-424. 3. Vilhjálmur Þorsteinsson og Gubrún Marteinsdóttir 1993. Þorskmerkingar. Ægir 86: 92-100. 4. Einar Jónsson 1982. A survey of spawning and reproduction of the Icelandic cod. Rit Fiski- deildar 6(2): 1-45. 5. Fossum, P og Ellertsen, B. Gut content analyses of first feed- ing cod larvae sampled in Lof- oten, Norway, during the per- iod 1979-1989. Poster No. 34, ICES 1993 syposium; Cod and Climate change. (Fjölrit). 6. Ólafur Ástþórsson 1987. Um átuna í sjónum við ísland. Sjó- mannablaöiö Víkingur 49: 6. tbl. 7. Þórunn Þóröardóttir 1986. Timing and duration of springblooming south and southwest of Iceland. Role of freshwater outflow in coastal marine ecosystem. Ed. S. Skreslet, NATO ASI series G7. 8. Jón Jónsson 1990. Hafrann- sóknir II. Reykjavík. 9. Sigfús A. Schopka. Fluctu- ations in the cod stock at Iceland during this century in relation to changes in the fis- heries and environment. Paper No. 10, ICES 1993 syposium; Cod and Climate change. (Fjölrit). 10. Ólafur Ástþórsson o.fl. Distri- bution, abundance and length of pelagic juvenile cod in Icelandic waters in relation to environmental conditions. Paper No. 38, ICES 1993 syposium; Cod and Climate change. (Fjölrit). 11. Ellertsen, B o.fl. Wind effects on the vertical distribution of first feeding cod larvae and their pray, and on the encounter rates between them. Paper No. 26, ICES 1993 syposium; Cod and Climate change. (Fjölrit). 12. Svend Aage Malmberg 1993. Kjarrskógar og fiskur. Morgun- blaöiö, Lesbók, 8. og 15. maí. koma til7. Sjávarfallastraumar úti fyrir Suðurlandi tryggja þó hæga en sífellda blöndun milli sjávarlaga á þessum slóðum. í annan stað hafa norskar rann- sóknir leitt það í ljós að viss óróleiki og iðustreymi í efstu lögum sjávar gera það að verkum að nýútklakin fisklirfan hittir oftar á fæöuagnir11. Vindur má þó ekki verða meiri en 10 m/sek, eða fimm til sex vindstig (ágreiningsmál). Of hvass vindur kem- ur einfaldlega of miklu róti á yfir- borðssjóinn. Hér gegna einnig sjávar- fallastraumar og strandstraumur rétt- sælis með suðurströnd landsins stóru hlutverki í því að viðhalda ákveðinni hreyfingu sjávarins næst landi. Samkvæmt þessu virðist sem minniháttar vindur geti í vissum til- fellum bætt fæðuskilyrðin í sjónum úti fyrir Suðurlandi og Reykjanesi. Við skoðun þessara „þorskfræða" vakti sérstaka athygli hve breytileik- inn í nýliðuninni er í raun lítill, sam- anborið við aðra stofna við N-Atlants- haf. Sterkustu árgangarnir telja ekki nema um fjórum til fimm sinnum fleiri einstaklinga en þeir lökustu ef Grænlandsgöngunum er sleppt. Þeirri spurningu verður seint svarað hversu stór hrygningarstofninn þarf1 raun að vera til að tryggja vöxt og við- gang þorskstofnsins til langs tíma. Ekki skal neitt fullyrt í þeim efnum hér en Svend Aage Malmberg hittir sennilega naglann á höfuðið þegal hann segir:12 „Stór hrygningarstofn sem hrygm1 á stóru svæði í langan tíma tryggir e.t.v. að einhver hluti hrygningar hitti vel á ytri skilyrði án þess að öll hrygm ingin þurfi að gera svo. Þessi ákveöm hluti skilar sér í öruggri nýliðun, e11 annað fer jafnvel forgörðum." Niðurlag Sú tilgáta sem hér hefur verið viðruð er aðeins byggð á huglæg11 mati, en ekki beinni tölfræði. Þörf a frekari athugunum og úrvinnslu og æskilegt væri að skilgreina einhvers- konar vindstuðul fyrir umrætt hrygn- ingarsvæði. í annari grein, sem birtast mun 1 Ægi á næstunni, mun ég koma með tillögu að spálíkani fyrir nýliðu11 þorsks sem bæði tekur mið af líffræð1 hafsins og eðlisfræði lofts og lagar. Þakkir fær Sigfús A. Schopka fyrir yfirlestur greinarinnar og góð ráð. 0 REYTXNGUR Þjóðverjar borða mikinn fisk Þjóðverjar borðuðu 1,2 milljónir tonna af fiski í fyrra, eða 14,8 kíló hver maður. Þar með slógu þeir eigið met og heimsmetið, að sögn þýska vikublaðs- ins Die Wirtschaft, sem gefið er út af Markaðsstofnun sjávarútvegsins í Bremer- haven. Skýringin á aukningu fiskneyslunnar í Þýskalandi er ekki síst sú aö dreifingarkerfið í austurhluta landsins hefur verið reist úr rústum og þar eýkst fiskneyslan hröðum skrefum í kjölfarið. Niðursoðinn og kryddleginn fiskur er efstur á matseðli Þjóðverja, 31% heildarneyslunnar, en frosnar fiskafurðir koma næstar með 23%. Neysla á frosnum fiski minnkaði um 1% frá árinu 1991. Hlutur ferska fisksins var 9% í fyrra og hefur einnig minnkað um 1% fra árinu á undan. 456 ÆGIR OKTÓBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.