Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 34
Þann 7. október sl. sendi Óli Jacobsen
eftirfarandi skilaboð til Eðvarðs T.
Jónssonar í símbréfi tii Skerplu:
Gó&i Edvard Jónsson.
f samband vi& tær greinir, sum tú hevur
skrivaö í Ægir um fiskvinnu í Fnroyum
undrar taö meg, at tú ókritiskt refererar tað
sum Jógvan Morkore hevur greitt frá um
nevndararbeiðiö í ráfiskagrunninum um
loynifundir etc.
Eg havi alment víst á, at her er talan um
beinlei&is ósannindi og manipulatión við
tað, sum veruliga er farið fram. So eg haldi
tað vera rímiligt um tú eisini lýsir okkara
sjónarmið í hesum máli.
/þessari síðustu grein sinni um Fœreyjar
að sinni kemur Eðvarð einmitt inn á
sjónarmið Sjómannafélagsins.
skemmdur af netum eða blóð-
merktur. Hráefnið var svo lélegt
að frystihúsin áttu engra ann-
arra kosta völ en að flaka fiskinn
og pressa hann saman í form-
lausan graut sem síðan var fryst-
ur í blokk.
Arösemi tryggö
meö lögum
Þegar menn líta nú um öxl og
reyna að átta sig á því sem hefur
gerst í efnahags- og atvinnulifi
færeysku þjóðarinnar síðan
heildarlausnin var mótuð fyrir
tæpum tveimur áratugum blasir
við þessi mynd: Landsstjórnin,
sem Atli Dam myndaði árið
19*75, kippti höfuðatvinnuvegi
þjóðarinnar úr tengslum við
heimsmarkaðinn. Atvinnuveg-
irnir þurftu hvorki að standa
undir sér né skammast sín fyrir
að gera það ekki. Arðsemi fisk-
vinnslunnar var tryggð með lög-
um. Engin sérstök ástæða var
fyrir skip og fiskvinnslu að
hugsa um hagstæða markaði fyr-
ir framleiðsluna. Þessu til við-
bótar var engin markviss pólitísk
stjórnun í atvinnulífi og engar
langtímaáætlanir urn fiskveiði-
stefnu eða efnahagsmál. Styrk-
irnir, sem hagsmunahóparnir
skiptu á milli sín með samþykki
lögþings og landsstjórnar, sköp-
uðu ofdekrað atvinnulíf, gróður-
húsajurt sem var vökvuð af
höndum þeirra sem áttu at-
vinnutækin og sem margir
hverjir sátu um leið á æðstu
valdastólum. Allt gerðist þetta
án raunverulegs andófs eða uffi-
ræðna um afleiðingar. Þetta var
þeim mun sorglegra þegar þess
er gætt að með útfærslu land-
helginnar og höfnun aðildar að
Evrópubandalaginu höfðu skap-
ast forsendur fyrir atvinnulífi
sem Færeyingar gátu mótað að
eigin geðþótta.
Hráefnissjóður andaðist árið
1988 og var jarðaður í kyrrþey á
lögþingi. Færeyingar höfðu feng-
ið annað að hugsa um - kreppa
og atvinnuleysi var í uppsiglingu
og óveðursskýin hrönnuðust
upp á sjóndeildarhringnum-
Samtímis fengu Danir því til
leiðar komið að mikilvægar
breytingar voru gerðar á þvl
styrkjakerfi sem sá Færeyingum
fyrir allt að þriðjungi tekna a
fjárlögum þeirra og hafði gert
þeim kleift að lifa við heildar-
lausnina í svo mörg ár. □
REYTINGUR
í mörgu aö snúast í Barentshafi
Norska strandgæslan hefur í mörgu að snúast í
Barentshafi. Hún kvartar undan því að eftirlitið í
Smugunni komi niður á eftirliti hennar meb rúss-
neskum skipum annars staðar á eftirlitssvæði strand-
gæslunnar. 70 til 80 rússneskir togarar að þorsk- og
rækjuveiðum leika lausum hala þar sem skip strand-
gæslunnar eru upptekin við eftirlit í Smugunni-
Standgæslan hefur það hlutverk að fylgjast með afla
rússnesku skipanna og gera viðvart þegar kvóti þeirra
er búinn. Torstein Myre, yfirmaður norsku strand-
gæslunnar, hefur nú formlega vakið athygli norska
sjávarútvegsráöuneytisins á erfiðleikum gæslunnar
meb að fylgjast meb afla Rússanna. (Fiskaren)
444 ÆGIR OKTÓBER 1993