Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 43

Ægir - 01.10.1993, Blaðsíða 43
Hvað með stóru árgangana? Ef litiö er nánar á árgangaskip- anina í íslenska þorskstofninum (mynd 1) sést að mikið ber á með- alárgöngum og lélegum, einkum hin síðari ár. Vissulega tekst betur m inn á milli. Mikilvægi stórár- §anganna fyrir þorskstofninn í l'eild sinni er augljóst. Dæmi er Urn að einn og sami árgangurinn hafi verið meginuppistaða í veiði Vertíðarbáta um fjögurra til fimm ara skeið.8 Stóru árgangarnir eru Þv* allrar athygli verðir og reyn- andi að finna sameiginlega þætti þeim. Hefur t.d. hrygningar- st°fninn alltaf verið mjög stór þau adn sem mikið af ungþorski kemst a legg? Hefur almenn árgæska ver- 1 sjónum þessi ár? Og þá í fram- l*aldi af vangaveltum um tíðarfar í l'íölfar hrygningar; hvernig var Veöri og vindum háttað í lok apríl °g byrjun maí þessi sömu ár? Skilgreining á stórárgöngum við Islandsstrendur er talsverðum Vandkvæðum háð vegna seiðareks 111 Grænlands. Ár hvert berast seiði 1 niismiklum mæli út á Grænlands- s**nd (mynd 5) þar sem Austur- Gr®nlandsstraumurinn hrífur þau ^ö sér suður með strönd Græn- lands. Mælingar sýna að seiðarekið 111 Grænlands er ákaflega breytilegt lra ári til árs. Á síöari árum hefur einkum orðið vart Grænlands- Þ°rsks á íslandsmiðum fæddum 1973 og 1984.9 í árlegum seiðaleið- angri Hafrannsóknastofnunar hef- Ur aftur á móti fundist nokkuð niagn þorskseiða, úti á Grænlands- Sundi önnur ár en bara þessi tvö.10 ví vaknar sú spurning hvort um- lalsvert seiðarek eigi sér stað sum arin og skili sér illa til baka sem lullvaxinn fiskur vegna ófullnægj- ani lífsskilyrða á grænlenska land- grunninu. Samkvæmt athugunum getur hér verið um að ræða allt að fjórðung þeirra seiða sem komin eru yfir erfiðasta hjallann síðla sumars.10 Auk þess veldur það vandkvæð- um þegar skoða á fjölda þorsklirfa á sumri á meðan endurnýjun stofnsins er mæld í fjölda þriggja ára nýliða. Fremur lítið er vitað um afföll þorskungviðis frá fyrstu mánuðum í lífi þess þangað til þriggja ára aldri er náð. Óvissan er ekki bara sú hve mikið rekur til Grænlands heldur einnig afföllin í aðra fiskkjafta og þá einkum eftir að seiðin hverfa niður í undirdjúp- in úti fyrir Norðurlandi fyrsta haustið í lífi þeirra. Fjögur ár meö góöri nýliöun frá 1960 Hér verður reynt að skoða þá stórárganga sem hafa náð 300 milljónum þriggja ára nýliða þorsks uppöldum á íslandsmiðum. Athugun mín nær aftur til ársins 1960, en vissulega væri þarft að fara enn aftar í tíma og skoða álíka sterka árganga. Þess ber þó að geta að samanburður á hrygningu og ástandi þorskstofnsins hér fyrr á öldinni við síðustu áratugi er að mörgu leyti erfiður. Fyrst og fremst vegna þess að á árunum frá u.þ.b. 1920 og fram undir 1960 var hrygningarstofn þorsks lengst af mun stærri en síðar varð og nýlið- unin tókst að meðaltali mun betur. Ekki síst er það hlýnandi vebráttu við N-Atlantshaf ab þakka að lífrík- ið í sjónum var blómlegt, ekki síst á uppeldissvæöum ungfisks fyrir norðan land.12 Ekki má heldur gleyma því að framan af öldinni var veiði fremur lítil miðað við það sem síðar varb. Það ásamt góðu tíðarfari leiddi til þess að stofninn var í eins konar sögulegu hámarki á fjórða áratugnum og síðan aftur um 1950. Þau ár sem gáfu af sér hvað besta nýliðun eftir 1960 (mynd 1) eru:9 1964, 1970, 1973 og 1983. Þessir árgangar voru allir taldir innihalda fleiri en 300 millj. þriggja ára nýliða uppöldum á ís- landsmiðum. Að auki bættist vib nokkur liðsstyrkur í formi Græn- landsþorsks þrjú þessara ára, en í litlum mæli þó ef mið er tekið af ÆGIR OKTÓBER 1993 4 53

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.