Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 9
tímarit lögfræðinga
1. hefti, marz 1951
Það getur varla talizt vanzalaust af íslenzkum lögfræð-
ingum, að þeir skuli ekki fyrir löngu hafa stofnað tímarit
um lögfræðiltg efni á sama hátt og ýmsar aðrar stéttir,
sem þó eru fámennari í þjóðfélaginu, hafa gert, um sínar
fræðigreinar.
Tilraun í þessa átt var gerð árið 1923 af lögfræðingum
og hagfræðingum í sameiningu, en því miður hætti það
rit að koma út eftir 2 ár, vegna þess að menn gáfu sér
ekki tíma til þess að skrifa í það.
Lögmannafélag Islands hefur nú, eftir alllangan undir-
búning, ráðizt í að gefa út þetta tímarit og tekizt á hendur
fjárhagslega ábyrgð á því. Hefur dr. juris Einar Arnórs-
son fyri'v. hæstaréttardómari tekið að sér ritstjórn þess
með aðstoð nefndar, sem þeir dr. Ólafur Lárusson pró-
fessor, Árni Tryggvason hæstaréttardómari og Theodór
B. Líndal hrl. hafa góðfúslega tekið sæti í.
Ritið ef þannig í höndum hinna beztu manna.
En þó svo sé fyrir að þakka, mun rit þetta ekki frekar
en fyrri tilraunir með lögfræðileg tímarit verða til upp-
byggingar og langlíft í landinu. nema lögfræðingar yfir-
leitt taki því opnum örmum, ekki aðeins með því að kaupa
það og auglýsa í því, heldur með því að senda því ritgerðir
um áhugamál sín í lögfræðilegum efnum.
Heitir stjórn Lögmannafélags Islands á alla lögfræðinga,
hvaða stöðum sem þeir gegna í þjóðfélaginu, að slá skjald-
borg um rit þetta og forða því frá þeim dauða, sem er
öllum dauðdaga óvirðulegri fyrir blað heillar stéttar —
hordauðanum.
STJÓRN LÖGMANNAFÉLAGS ISLANDS
Lárus Jóhannesson Agúst Fjeldsted Egill Sigurgeirsson
formaðnr ritari gjaldkeri
1