Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 12
Eggert Claessen, hæstaréttarlögmaður In memoriam Eggert Claessen var fæddur í Grafarósi 16. ágúst 1877 og var hann því 73 ára gamall, er hann andaðist, 21. október 1950. Foreldrar hans voru Valgard Claessen, kaup- maður og síðar landsféhirðir, og Kristín Eggertsdóttir sýslumanns Briems. Stóðu þannig að honum merkar ættir og þjóðkunnar. Hann tók stúdentspróf við Lærða skólann í Reykjavík 1897 og embættispróf í lögum við Hafnar- háskóla 1903, hvorttveggja með hárri I. einkunn. Gerðist hann 1904 fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðsins og yfir- dómslögmaður 1906. Lögmannsstörfin urðu brátt umfangs- mikil. Hann lauk prófi hæstaréttarlögmanna 1920, en 1921 varð hann bankastjóri Islandsbanka og gegndi því starfi til 1930. Þá hóf hann á nýjan leik lögmannsstarfsemi sína og hélt hann henni áfram síðan til dauðadags. Hann var einn af forgöngumönnunum að stofnun Eimskipafélags Islands h/f, og var kosinn í stjórn þess félags á stofnfundi 17. jan 1914 og sat í stjórn félagsins upp þaðan, frá 1926 sem formaður. Hann gekkst fyrir stofnun Vinnuveitenda- félags Islands 1934 og var framkvæmdastjóri þess, meðan hann lifði. Eggert Claessen var almennt viðurkenndur sem fjár- málamaður. Þó vissu það allir, að hann var enginn spá- kaupmaður. En hann var traustur maður og vandaður og skarpskyggn á fjármál sem annað. Það var því eðlilegt, að honum væru falin trúnaðarstörf á því sviði, hvert af öðru. öllum ber saman um, að hann hafi rækt með ágætum formannsstarfið í Eimskipafélagi Islands h/f. Sama var um starf hans sem framkvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands Islands. Döfnuðu þessi félög og blómguðust, hvort á sinn hátt, undir öruggri handleiðslu Eggerts Claessens. Enginn mun heldur nú draga í efa, að hann gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að rétta hag Islandsbanka. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.