Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 12
Eggert Claessen, hæstaréttarlögmaður
In memoriam
Eggert Claessen var fæddur í Grafarósi 16. ágúst 1877
og var hann því 73 ára gamall, er hann andaðist, 21.
október 1950. Foreldrar hans voru Valgard Claessen, kaup-
maður og síðar landsféhirðir, og Kristín Eggertsdóttir
sýslumanns Briems. Stóðu þannig að honum merkar ættir
og þjóðkunnar. Hann tók stúdentspróf við Lærða skólann
í Reykjavík 1897 og embættispróf í lögum við Hafnar-
háskóla 1903, hvorttveggja með hárri I. einkunn. Gerðist
hann 1904 fulltrúi í fjármáladeild Stjórnarráðsins og yfir-
dómslögmaður 1906. Lögmannsstörfin urðu brátt umfangs-
mikil. Hann lauk prófi hæstaréttarlögmanna 1920, en 1921
varð hann bankastjóri Islandsbanka og gegndi því starfi
til 1930. Þá hóf hann á nýjan leik lögmannsstarfsemi sína
og hélt hann henni áfram síðan til dauðadags. Hann var
einn af forgöngumönnunum að stofnun Eimskipafélags
Islands h/f, og var kosinn í stjórn þess félags á stofnfundi
17. jan 1914 og sat í stjórn félagsins upp þaðan, frá 1926
sem formaður. Hann gekkst fyrir stofnun Vinnuveitenda-
félags Islands 1934 og var framkvæmdastjóri þess, meðan
hann lifði.
Eggert Claessen var almennt viðurkenndur sem fjár-
málamaður. Þó vissu það allir, að hann var enginn spá-
kaupmaður. En hann var traustur maður og vandaður og
skarpskyggn á fjármál sem annað. Það var því eðlilegt,
að honum væru falin trúnaðarstörf á því sviði, hvert af
öðru. öllum ber saman um, að hann hafi rækt með ágætum
formannsstarfið í Eimskipafélagi Islands h/f. Sama var
um starf hans sem framkvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bands Islands. Döfnuðu þessi félög og blómguðust, hvort
á sinn hátt, undir öruggri handleiðslu Eggerts Claessens.
Enginn mun heldur nú draga í efa, að hann gerði allt,
sem í hans valdi stóð, til að rétta hag Islandsbanka. Það