Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 20
12
Tímarit lögfrieSinga
áður var. Lítil ástæða virðist vera til þess, að láta föður-
eða móðursystkin látins maka eða bróður eða systur-
börn hans takmarka erfðarétt maka. Kjörbörn koma víst
ekki hér til greina.
C. Bréferfð. Svo hefur sú erfð verið nefnd, sem á stoð
sína í yfirlýsingu arfleifanda, sem jafnan skal vera bréfuð.
Voru allrækileg fyrirmæli um þessa erfðategund í til-
skipun 25. sept. 1850, svo sem kunnugt er. Nú eru fyrir-
mælin um þetta efni í III. kafla inna nýju erfðalaga. Sá,
sem hvorki á maka né niðja — en þar til teljast víst kjör-
börn og niðjar þeirra, sem í 18. gr. sbr. 3. og 6. og 7. gr.
laganna, eru settir á bekk með niðjum arfleifanda — má
ráðstafa öllum eignum sínum eftir sinn dag með erfða-
gerningi. En ef hann á niðja á lífi, þá má hann einungis
ráðstafa þannig fjórðungi eigna sinna, eins og áður var.
Ef bæði niðjar og maki skulu erfa saman, mun þessi regla
taka einnig til arfhluta makans, því að heimilt er að ráð-
stafa helming eigna, ef enginn niðja er á lífi. en maki er
lifandi, 20. gr. laganna. Ef nú t. d. foreldrar arfleifanda
standa til erfðar eftir hann mað maka hans, þá getur hann
ráðstafað 2/4 eigna sinna. Þá eru eftir 2/4, sem skiptast
jafnt milli maka og foreldra, og maki fær þá V4 og for-
eldrar x/4. Þegar svo stóð á, gat arfleifandi eftir 88. gr. 1.
nr. 20/1923 ekki lækkað með erfðaskrá arfhlut maka síns
meira en niður í Vs hluta eigna sinna. Maki erfði þá, ef
engin erfðaskrá var gerð, 3/6 eigna maka síns, en arfleif-
andi hefur þá mátt ráðstafa x/6 þessa hluta, og verða þá
eftir 2/6 eða V3 allra eigna makans, sem eftirlifandi maki
hans fær. Hlutur maka getur því orðið með þessum hætti
sýnu lakari eftir nýju erfðalögunum en hann mátti verða
eftir 88. gr. laga nr. 20/1923. Er víst torfundin ástæða til
þessa, sérstaklega af því að erfðaréttur maka takmarkast
nú af erfðarétti afa og ömmu og barna þeirra, andstætt
því, sem áður var.
D. Loks rennur arfur í ríkissjóð, ef
1. Arfleifandi á engan lögmæltan erfingja samkvæmt
A—C hér að framan og hefur ekki heldur ráðstafað fé