Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 21
Nokkur orÖ um erföarétt
13
sínu eftir sinn dag með erfðaskrá, 33. gr. erfðalaganna.
Auðvitað er átt við erfðaskrá, sem annað hvort er ekki
véfengd eða véfenging er ekki tekin til greina af dóm-
stólum. Ljöst er, að fyrirsvarsmaður ríkissjóðs getur vé-
fengt erfðaskrá, ef hagsmunir ríkissjóðs heimila það. Ann-
ars staðfesta in nýju lög að þessu leyti reglu eldri réttar.
2. Erfingi vitjar ekki arfs áður en 5 ár eru liðin frá
því að kunnugt varð um lát arfleifanda, 20. gr. laganna.
Vafasamt kann það að vera, hvernig skilja eigi orðin ,,/rá
því að kunnugt var um lát arfleifanda“. Á t. d. að telja
frest þenna frá því að skiptaráðandi fékk vitneskju um
andlátið? Eða frá þeim tíma, er áskorun hefur verið gefin
út í Lögbirtingablaði til erfingja um að lýsa erfðakröfu
sinni? Eða frá því að erfingja varð kunnugt um andlátið?
Virðist svo, að skýrar hefði átt að kveða á um þetta í lög-
unum. Svo sýnist, sem ekki verði miðað við vitneskju
skiptaráðanda né vitneskju erfingja um andlátið. Erfingi
er engu nær um andlátið, þó að skiptaráðanda sé kunnugt
um það. Og vera má, að erfingja verði raunverulega seint
eða aldrei kunnugt um það, en óheppilegt er, að arfur liggi
geymdur1 endalaust, svo að segja. Líklegt sýnist, að frest-
inn eigi að miða við venjulega opinbera ráðstöfun til birt-
ingar andlátsins, þ. e. auglýsingu í Lögbirtingablaði um
andlátið og áskorun til erfingja um að gefa sig fram.
Annars verður dómur að skera úr um þetta, ef til kemur.
Þegar allt er athugað, verður að telja in nýju erfðalög
yfirleitt hafa bætt um margar inar eldri reglur um erfðir,
þó að ýmislegt megi að einstökum ákvæðum laganna finna,
enda mun sitt sýnast hverjum. Skal ekki farið nánar út í
þau atriði. Vegna þess, sem í síðasta kafla greinar þessarar
verður sagt, hafa sjálfar erfðareglurnar verið raktar nokk-
uð í aðalatriðum, en öðru sleppt, sem líka hefði orðið of
langt mál að greina, svo sem arfsafdrátt og um gerð erfða-
skrár, sem ekki skiptir sjálfar erfðaheimildirnar.
III. Frumvarp til laga um breytingar á erfSalögunum.
Þess var getið í fyrsta kafla greinar þessarar, hversu