Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 41
Þjófamark (brcnnimark) samkvæmt íslcnzkum lögum 33 hér verið til þess að marka manninn. Þó sýnist ósennilegt, að mörinn hafi numið eyri (sex álnum), og mjólkin, sem hann saug, hefur engri virðingu getað sætt. Líklega er það svo, að dómendum hefur þótt mörstuldurinn og kýrsugan samanlagt vera svo auðvirðilegar athafnir, að jafna mætti til stuldar, sem þjófamarki varðaði. En merkilegt er það, að kveðinn er upp nokkurskonar skilorðsbundinn dómur, með því að brennimerkinguna skal því að eins framkvæma, að sökunautur hverfi aftur til ávirðinga sinna. Enn sýnast dómendur hafa neytt ákvæða Þingfararb. 4. kap., því að önnur heimild var naumast til slíks dómsákvæðis. Árið 1597 er Markús nokkur Erlendsson dæmdur af lífi „af allri lögréttunni fyrir óráSvendni“ og „langan þjófn- að“. Sennilega hefur maður þessi hér verið dæmdur fyrir fjórða sinni framinn eyrisstuld, en því er bætt við, að hann hafi verið „tvisvar markaður“4) Eins og áður var sagt, er þess ekki getið í Þjófab. 1. kap., að marka skyldi þjóf aftur, er markaður hafði verið eftir öðru sinni fram- inn eyrisstuld, þó að hann stæli þriðja sinni. En hér sýnist þó svo hafa verið gert. Sýnast dómendur hér enn hafa neytt ákvæða Þingfararb. 4. kap. Árið 1604 er gert ráð fyrir því í dómi einum, að þeir leiguliðar, sem skera kúgildi, sem landsdrottinn hefur lagt til jarðar sinnar, fái þjófamark fyrir tiltæki sitt, með því að það verði metinn þjófnaður.1 2) En annars veitir dómur þessi engar leiðbeiningar um þá refsingu. Árið 1634 dæmir Árni lögmaður Oddsson með dóms- mönnum sínum dóm í Kópavogi um Árna nokkurn Guð- mundsson, sem stolið hafði treyju á Bessastöðum, sem fógetinn segir hafa verið að verðmæti eigi minna en dalur. Sagt er sannað fyrir dóminum, að maðurinn hafi áður stolið. Fyrir því er honum dæmt húðlát og mark samkvæmt Þjófab. 1. kap.3) Eins og oft er um þessar mundir, er greinargerð í dómságripi þessu allófullkomin. 1 fyrsta lagi 1) Alþingisb. Isl. III. 102. 2) Alþingisb. Isl. III. 353. 3) Alþingisb. lsl. V. 351. 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.