Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 41
Þjófamark (brcnnimark) samkvæmt íslcnzkum lögum
33
hér verið til þess að marka manninn. Þó sýnist ósennilegt,
að mörinn hafi numið eyri (sex álnum), og mjólkin, sem
hann saug, hefur engri virðingu getað sætt. Líklega er það
svo, að dómendum hefur þótt mörstuldurinn og kýrsugan
samanlagt vera svo auðvirðilegar athafnir, að jafna mætti
til stuldar, sem þjófamarki varðaði. En merkilegt er það,
að kveðinn er upp nokkurskonar skilorðsbundinn dómur,
með því að brennimerkinguna skal því að eins framkvæma,
að sökunautur hverfi aftur til ávirðinga sinna. Enn sýnast
dómendur hafa neytt ákvæða Þingfararb. 4. kap., því að
önnur heimild var naumast til slíks dómsákvæðis.
Árið 1597 er Markús nokkur Erlendsson dæmdur af lífi
„af allri lögréttunni fyrir óráSvendni“ og „langan þjófn-
að“. Sennilega hefur maður þessi hér verið dæmdur fyrir
fjórða sinni framinn eyrisstuld, en því er bætt við, að
hann hafi verið „tvisvar markaður“4) Eins og áður var
sagt, er þess ekki getið í Þjófab. 1. kap., að marka skyldi
þjóf aftur, er markaður hafði verið eftir öðru sinni fram-
inn eyrisstuld, þó að hann stæli þriðja sinni. En hér sýnist
þó svo hafa verið gert. Sýnast dómendur hér enn hafa
neytt ákvæða Þingfararb. 4. kap.
Árið 1604 er gert ráð fyrir því í dómi einum, að þeir
leiguliðar, sem skera kúgildi, sem landsdrottinn hefur lagt
til jarðar sinnar, fái þjófamark fyrir tiltæki sitt, með því
að það verði metinn þjófnaður.1 2) En annars veitir dómur
þessi engar leiðbeiningar um þá refsingu.
Árið 1634 dæmir Árni lögmaður Oddsson með dóms-
mönnum sínum dóm í Kópavogi um Árna nokkurn Guð-
mundsson, sem stolið hafði treyju á Bessastöðum, sem
fógetinn segir hafa verið að verðmæti eigi minna en dalur.
Sagt er sannað fyrir dóminum, að maðurinn hafi áður
stolið. Fyrir því er honum dæmt húðlát og mark samkvæmt
Þjófab. 1. kap.3) Eins og oft er um þessar mundir, er
greinargerð í dómságripi þessu allófullkomin. 1 fyrsta lagi
1) Alþingisb. Isl. III. 102.
2) Alþingisb. Isl. III. 353.
3) Alþingisb. lsl. V. 351.
3