Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 45
ÞjófamarJc (brennimark) aamkvæmt íslenzkum lögum 37 hún var oft eða víða framin og saman mátti leggja verð- mæti alls þess, sem hnuplað hafði verið. Eftir N. L. varð- aði einnig smáþjófnaður, fyrsta sinni framinn, skilyrðis- laust húðláti, eins og brátt verður sagt. Takmörk um verð- mæti þýfis niður á við voru engin sett eftir N. L., svo að hýða mátti mann fyrir hreint smáræði. Þess er og getandi, að brennimarkið skyldi miklu oftar leggja á sökunaut eftir N. L. en eftir Þjófab. 1. kap. Einkum er það athyglisvert, að það skyldi oft lagt á sama manninn svo að segja hvert skipti sem hann varð sekur um þjófnað, eins og sýnt verður. 1 N. L. er greint milli smáþjófnaðar (þ. e. almenns þjófnaðar) og stórþjófnaóar. Til stórþjófnaðar taldist stór- gripaþjófnaður og þjófnaður, þar sem verðmæti þýfis nam 20 lóðum silfurs. Eftir N. L. gat sökunautur ekki leyst sig undan líkamsrefsingu með fégjaldi, eins og stundum eftir Þjófab. 1. kap. Um smáþjófnaS giltu þessar reglur: 1. Framinn fyrsta sinni varðaði smáþjófnaður húðláti í fangelsi, N. L. 6—17—33. Hér varð þetta þannig í reynd, að sökunautur var hýddur laus og liðugur, en ekki bund- inn. Haggatálan er ekki greind. Hún hefur farið eftir mati dómara hverju sinni. 2. Smáþjófnaður framinn öðru sinni varðaði húðstroku við staur og brennimerlcingu á bakiS, N. L. 6—17—34. Sakamaður var bundinn við staur og hýddur, en síðan var markið brennt í hann. Brennimark á baki leyndist vitan- lega betur almenningi en mark í andliti, og má því segja, að betri yrði kostur sökunautar að því leyti en hann varð fyrir eyrisstuld öðru sinni eftir Þjófab. 1. kap. En verri varð kostur hans að því leyti, að nú gat maður ekki leyst sig undan brennimerkingu með fégjaldi, eins og áður var. 3. Smáþjófnaður framinn þriðja sinni varðaði hýðingu við staur og brennimerkingu á enni, N. L. 6—17—35. Vandarhaggatala er ekki heldur ákveðin hér. 4. Fjórba sinni framinn smáþjófnaður varðaði enn hýð- ingu við staur og brennimerkingu, og hefur þá sökunautur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.