Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 48
40 Tímarit lögfræöinffa 1 dómi lögmanns á alþingi árið eftir (1738) segir berum orðum, að sökunautur sé nú sekur um smáþjófnað fram- inn fjórða sinni, og staðfestir lögmaður héraðsdóminn með skipun til sýslumanns um að fullnægja honum (þ. e. víst að láta hér framkvæma hýðinguna og brennimerkinguna og senda sökunaut síðan til Brimarhólms).1) Lögmaður segist dæma samkvæmt N. L. 6—17—36, og er það með öllu rétt. Árið 1745 var Árni nokkur Grímsson úr Snæfellssnes- sýslu, sem fyrst hafði verið dæmdur 1743 og síðar á sama ári til hýðingar við staur og 'brennimerkingar, dæmdur á alþingi fyrir stórþjófnað, til brennimerkingar og ævi- langrar refsivinnu í Kaupmannahöfn.2) Dómur þessi er í samræmi við N. L. 6—17—37, að því er virðist, því að stór- þjófnaður framinn eftir að sökunautur hafði hlotið tvo dóma fyrir almennan þjófnað gat varla bakað aðilja væg- ari refsingu en almennur þjófnaður framinn fjórða sinni. Árið 1749 er maður, sem fengið hafði þrisvar sinnum dóm fyrir smáþjófnað, nú dæmdur fyrir þjófnað úr kirkju, að því er virðist á Ijósakrónu. 1 héraði var honum dæmd hýðing við staur, brennimerking og ævilöng refsivinna.3) Þessi dómur sýnist vera samkvæmur N. L. 6—17—36. Eins og fyrr segir, var það áskilið með tilskipun 19. nóv. 1751, að þeir, sem dæmdir höfðu verið til hýðingar við staur og til brennimerkingar, skyldu einnig dæmdir til ævilangrar refsivinnu. Gætir þessa auðvitað í öllum þeim dómum, þar sem mönnum var dæmt brennimark, meðan þessi ákvæði giltu. Árin 1753, 1754 og 1755 eru níu menn dæmdir á alþingi til hýðingar við staur, brennimerkingar og ævilangrar refsivinnu samkvæmt ákvæðum tilskipunar 19. nóv. 1751, stundum fyrir smáþjófnað framinn öðru sinni eða oftar 1) Alþingisbók 1738 nr. 7 og 13. 2) Alþingisb. 1745 nr. 11. 3) Alþingisbókin 1749 nr. 13.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.