Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 48
40
Tímarit lögfræöinffa
1 dómi lögmanns á alþingi árið eftir (1738) segir berum
orðum, að sökunautur sé nú sekur um smáþjófnað fram-
inn fjórða sinni, og staðfestir lögmaður héraðsdóminn með
skipun til sýslumanns um að fullnægja honum (þ. e. víst
að láta hér framkvæma hýðinguna og brennimerkinguna
og senda sökunaut síðan til Brimarhólms).1) Lögmaður
segist dæma samkvæmt N. L. 6—17—36, og er það með
öllu rétt.
Árið 1745 var Árni nokkur Grímsson úr Snæfellssnes-
sýslu, sem fyrst hafði verið dæmdur 1743 og síðar á sama
ári til hýðingar við staur og 'brennimerkingar, dæmdur á
alþingi fyrir stórþjófnað, til brennimerkingar og ævi-
langrar refsivinnu í Kaupmannahöfn.2) Dómur þessi er í
samræmi við N. L. 6—17—37, að því er virðist, því að stór-
þjófnaður framinn eftir að sökunautur hafði hlotið tvo
dóma fyrir almennan þjófnað gat varla bakað aðilja væg-
ari refsingu en almennur þjófnaður framinn fjórða sinni.
Árið 1749 er maður, sem fengið hafði þrisvar sinnum
dóm fyrir smáþjófnað, nú dæmdur fyrir þjófnað úr kirkju,
að því er virðist á Ijósakrónu. 1 héraði var honum dæmd
hýðing við staur, brennimerking og ævilöng refsivinna.3)
Þessi dómur sýnist vera samkvæmur N. L. 6—17—36.
Eins og fyrr segir, var það áskilið með tilskipun 19. nóv.
1751, að þeir, sem dæmdir höfðu verið til hýðingar við
staur og til brennimerkingar, skyldu einnig dæmdir til
ævilangrar refsivinnu. Gætir þessa auðvitað í öllum þeim
dómum, þar sem mönnum var dæmt brennimark, meðan
þessi ákvæði giltu.
Árin 1753, 1754 og 1755 eru níu menn dæmdir á alþingi
til hýðingar við staur, brennimerkingar og ævilangrar
refsivinnu samkvæmt ákvæðum tilskipunar 19. nóv. 1751,
stundum fyrir smáþjófnað framinn öðru sinni eða oftar
1) Alþingisbók 1738 nr. 7 og 13.
2) Alþingisb. 1745 nr. 11.
3) Alþingisbókin 1749 nr. 13.