Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Page 71
Frú dómstólum
63
til einhverrar þóknunar úr hendi K. vegna þjónustu sinnar
í hans þágu, að ritað var á kvittun fyrir greiðslunni, að
um sölulaun væri að ræða og að K. hófst ekki handa um
endurheimtuna fyrr en mánuði eftir að þessi skipti áttu sér
stað.
(Dómur B.þ. R. 10/3 1950).
Fasteign seld tveimur.
Þann 17. janúar 1949 gerði Á. kauptilboð í hluta hús-
eignar, sem H. átti. Hús þetta var í byggingu, en tilboðið
við það miðað, að afsal yrði gefið, þegar húsið var fokhelt.
Fasteignasali einn hafði húsið til sölu af hendi H. Þann
20. s. m. gerði H. gagntilboð. Þann 20. eða 21. s. m. sam-
þykkti A. gagntilboðið í símtali við fasteignasalann og
skriflegt samþykki afhenti hann fasteignasalanum 21.
s. m.
Sama dag gerði H. sjálfur samning við S., þar sem hann
afsalaði honum hluta lóðar húseignarinnar og hluta af
væntanlegu húsi. Jafnframt tók hann að sér að gera það
fokhelt, og skyldi S. fá sama hluta hússins og samið hafði
verið um v^ð Á. Á lét þinglesa sinni heimild 18. febrúar
s. á., en S. miklu síðar.
Á höfðaði mál og krafðist þess, að H. yrði skyldaður til
að afsala sér húshlutanum á grundvelli gagntilboðsins frá
20. jan.
Talið var, að Á. hefði svarað gagntilboði H. nægilega
fljótt. Báðir samningamir voru taldið kaupsamningar,
enda hafði nokkuð verið unnið að húshluta þeim, er Á. og
S. skyldu fá þann 20. janúar. Ósannað var, hvort var fyrr
gert samþykki Á. við gagntilboðinu og samningurinn við
S., en þar sem Á. hélt sínum rétti fyrr til laga með þing-
lestrinum og tryggði þannig rétt sinn gagnvart öðrum
viðsemjendum H., þá var hann talinn eiga rétt á að fá
afsal fyrir húshlutanum, og að S. væri skylt að hlíta því
afsali.
(Dómur B.þ. R. 6/3 1950).