Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 73
Frá dómstólum
65
af hlutafélaginu H. 1 sambandi við kaup þessi gáfu þeir
J., S. og E. f. h. £J, út handhafaskuldabréf.
Skuldabréf þetta var ekki greitt á réttum gjalddaga og
höfðaði eigandi þess þá mál gegn þeim J., S. og E. per-
sónulega til greiðslu skuldabréfsins.
Sannað var, að U. var ekki skrásett, er skuldabréfið var
gefið út. Samkv. ákvæðum 10. gr. laga nr. 77 frá 1921 um
hlutafélög, öðlast því viðsemjendur þess engan rétt á
hendur félaginu. Hinsvegar var talið, að þeir J., S. og E.
bæru persónulega ábyrgð á greiðslu skuldabréfsins, þar
sem þeir gáfu það út fyrir hönd hins óskrásetta félags.
(Dómur B.þ. R. 27/10 1950).
Vanefndir á samningum. — Tilkynningar. — Dagsektir.
Með samningi dags. 7/6 1946 tók vélsmiðjan J. að sér
að selja og setja upp frystivélar af a-gerð og hraðfrysti-
kerfi í hraðfrystihús S. 1 samningnum var ákveðið, hver
skyldu vera afköst vélanna, og S. skyldi greiða fyrir allt
þetta ákveðið verð. Verkinu skyldi lokið fyrir 20. júlí s. á.
J. setti síðan upp frystikerfið og nokkuð af vélum, en
nokkur tæki vantaði, þar sem þau þurfti að fá frá útlönd-
um, og var því hraðfrystihúsið ekki starfhæft. Leið svo
þar til í maímánuði 1947, en þá kvartaði S. um þetta við J.
og krafðizt bóta vegna vanefnda hans. Varð þá að sam-
komulagi með aðiljum, að J. skyldi setja í frystihúsið
frystivélar af svonefndri k-gerð. Frystivélar þessar skyldi
nota til bráðabirgða eða þar til hinar frystivélarnar yrðu
tilbúnar, en er þær væru komnar, skyldi S. fá vélarnar af
k-gerð fyrir hálfvirði og þær vera notaðar sem varavélar
í hraðfrystihúsinu. Síðan voru frystivélarnar af k-gerð
settar upp og tengdar við frystikerfið og afhentar S. í
októbermánuði 1947. Engin veruleg reynsla var þá fengin
á notagildi véla þessara, en þær voru gamlar og óhentugar.
Enginn vélfróður maður var af hendi S. við prófun þeirra
né afhendingu. Enn gerðu aðiljar samning með sér 30/1
1948. Viðurkenndi J. þar skyldu sína til að afhenda og
setja upp frystivélar af a-gerð. Svo var ákveðið í samningi