Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Side 74
66
Tímarit lögfræSinga
þessum, að ef tæki þau, er vantaði, væru komin til landsins
fyrir maílok s. á., skyldi tæma húsið af vörum fyrir 1.
júní s. á. og a-vélarnar komnar í lag og tengdar við frysti-
kerfið fyrir 1. júlí s. á. Væru vélar þessar ekki komnar í
lag fyrir þennan tíma, skyldu k-vélarnar tengdar við aftur
í fullkomnu lagi. Að öðrum kosti skuldbatt J. sig að greiða
kr. 300,00 í dagsektir til S. frá 1. júlí að telja, þar til
annaðhvort a-vélarnar eða k-vélarnar væru komnar í lag
og tengdar við leiðslur, og hraðfrystihúsið í rekstrarhæfu
ástandi.
S. tæmdi húsið af vörum fyrir 1. júní, en ekkert heyrðist
frá J. Þann 20/7 1948 kvartaði S. bréflega yfir þessum
vanefndum og krafðist bóta. Bréfi þessu svaraði J. 5. n. m.
og mótniælti, að um vanefndir væri að ræða af sinni hendi,
enda væru tæki þau, er vantaði, enn ekki komin til lands-
ins.
S. krafðist þess, að J. yrði dæmdur til að afhenda a-
frystivélarnar og tengja þær við hraðfrystikerfið, að við-
lögðum 300 króna dagsektum frá birtingu dóms í málinu
til þess að skyldu þessari væri fullnægt; að J. yrði dæmdur
til að bæta úr ágöllum k-frystivélanna, og tengja þær við
frystikrefið í samningshæfu ástandi, að viðlögðum 300
króna dagsektum frá birtingu dóms í málinu og þar til
skyldu þessari væri fullnægt. Þá krafðist S. þess, að J.
yrði dæmt að greiða 300 króna dagsektir frá 30/1 1948
til þess dags, að aðrar hvorar vélarnar væru tengdar við
frystikrefið og í lagi. 1 því sambandi krafðist S. dóms fyrir
þeirri fjárhæð, sem í gjalddaga væri fallin á stefnu útgáfu-
degi.
Sannað, að tæki þau, sem vantaði í a-frystivélarnar,
komu hingað til lands í okt. 1949, og að J. tilkynnti S. um
það þann 20. des. s. á. án þess þó að hefjast handa um
uppsetningu þeirra. J. því dæmt að afhenda vélarnar og
tengja þær við frystikerfið, að viðlögðum 150 króna dag-
sektum frá lokum aðfararfrests í málinu að telja.
J. afhenti að vísu k-vélarnar tengdar við frystikerfið í
október 1947, en notagildi þeirra var þá ekki fullreynt og