Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Qupperneq 77
Frá dómstólum
69
G. krafðist sýknu í gagnsökinni og hélt því meðal annars
fram, að hann bæri enga ábyrgð á múrsmíðinni.
Talið var, að G. hefði haft heimild til að ráða múrsmið
til að sjá um múrsmíði hússins, enda hafi E. mátt vera
Ijóst, að G. hafði hvorki þekkingu né heimild til að sjá um
slíkt verk. Þar sem G. hafði ráðið fullgildan múrsmið til
að sjá um bygginguna að þessu leyti, var ekki talið, að hann
bæri ábyrgð á göllum þeim, sem á múrsmíðinni kynnu að
vera, enda ósannað, að hann hefði tekið á sig sérstaka
ábyrgð að þessu leyti. Hinsvegar var G. talinn bera ábyrgð
á trésmíðavinnu allri og gert að greiða bæur vegna galla
á henni.
(Dómur B.þ. R. 9/5 1950).
S., sem er meistari í múrsmíðaiðn, starfaði að því að
múrhúða utan hús, sem V. var að byggja. Starfaði S. að
verki þessu sjálfur með mönnum, er hann fékk til, og
mönnum, sem V. fékk til. Hafði S. umsjón meo öllu verk-
inu, enda sá eini, sem hafði meistararéttindi. Er verkinu
var lokið, kom í ljós, að það var verulega gallað.
V. krafði S. um bætur vegna þessa.
S. krafðist sýknu. Taldi hann sig ekki bera ábyrgð á
verkinu, heldur múrsmið þann, er ritað hefði á teikningu
hússins.
Talið var að S. væri bótaskyldur, enda hefði hann einn
haft umsjón með verkinu og ráðið tilhögun þess. Þá hefði
hann ekki ráðfært sig neitt við múrsmið þann, sem á teikn-
inguna hafði ritað, og sá maður hefði aldrei nálægt verki
þessu komið.
(Dómur B.þ. R. 19/4 1950).
c) SJÓRÉTTUR.
Vátryggingasamningur. — Algert tjón.
Vorið 1948 tryggði F. tvo herpinótabáta og nót hjá
vátryggingafélaginu S. fyrir kr. 80.000,00. Bátar þessir
og nót voru notaðir með skipi F. við síldveiðar þá um
sumarið. Eitt sinn um sumarið sukku báðir bátarnir og