Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Síða 78
70
Timarit lögfræðinga
nótin. Síðar tókst að bjarga öðrum bátnum og nótinni.
Matsmenn töldu, að bátarnir hefðu verið kr. 25.000,00 virði
hvor fyrir tjónið, en nótin 35.000,00 króna virði. Þá töldu
þeir, að kosta myndi kr. 16.500,00 að gera við þann bát,
sem bjargað var, og kr. 25.000.00 að gera við nótina.
F. krafði S. um alla vátryggingarfjárhæðina.
S. viðurkenndi skyldu sína til að greiða 16/17 hluta
verðmætis þess báts, er fórst, en annað ekki. Þá greiddi S.
björgunarkostnaðinn á verðmætum þeim, sem bjargað var.
Vátryggingarskírteini það, sem gefið var út við trygg-
ingu þessa, var ekki „takserað" og hið tryggða var því í
sjálfsábyrgð að því leyti, sem verðmæti þess var meira,
en vátryggingarfjárhæðin. S. bar því aðeins að greiða
16/17 hluta verðmætis þess báts, sem fórst.
F. taldi, að S. bæri að greiða allt það tjón, sem orðið
hefði á verðmætum þeim, sem bjargað var, og studdi það
við ákvæði 19. gr. 1. nr. 17 frá 1914.
Samkvæmt vátryggingarskírteininu voru hin tryggðu
verðmæti aðeins tryggð fyrir algjöru tjóni og getur F. því
ekki krafizt tryggingarfjárins, að því er varðar bát þann
og nót, er bjargað var.
(Dómur S. & V. d. R. 12/6 1950).
Ábyrgð farmflytjanda.
1 des. 1948 tók R. að sér að flytja niðursuðuvörur milli
hafna hér á landi á skipinu H. Er vörurnar komu á ákvörð-
unarstað, voru sumar þeirra skemmdar.
Vörurnar voru sjóvátryggðar hjá S., sem greiddi bætur
til farmeiganda vegna tjóns þessa. S. krafði síðan R. um
endurgreiðslu bótanna, þar sem vörurnar hefðu skemmzt
í hans vörzlum sem farmflytjanda.
R. taldi, að of seint hefði verið kvartað um skemmdir
þessar, og væri því ábyrgð sín fallin niður fyrir aðgerða-
leysi. Þessi varnarástæða kom ekki fram fyrr en við
munnlegan flutning málsins og var því talin of seint fram
komin og ekki tekin til greina.
Ósannað, að fylgibréf hefði verið gefið út fyrir vörum