Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1955, Page 55
Ástæður til þess, að börnum var komið fyrir, eru þessar: Þjófnaður og aðrir óknyttir..................... 22 börn títivist, lausung, lauslæti .................... 11 — Erfiðar heimilisástæður, slæm hirða og óhollir uppeldishættir ................................ 177 — Samtals 210 börn Nefndin hefur mælt með 22 ættleiðingum og hafa mæð- urnar, í flestum tilfellum, valið börnum sínum heimili með það fyrir augum, að framtíð þeirra væri betur borgið en að þær önnuðust sjálfar uppeldi þeirra. Ennfremur hefur nefndin komið fyrir 11 börnum í fóstur til 16 ára aldurs á árinu. 168 börn fóru til sumardvalar á vegum Reykjavíkur- deildar Rauða Kross Islands sl. sumar og dvöldust þau þar tvo mánuði. Stuðlaði nefndin að því, að þau börn er brýna þörf höfðu á sumardvöl, væru látin sitja fyrir. Einnig fóru rúml. 80 börn til sumardvalar á barnaheim- ilið Vorboðann í Rauðhólum, sem rekið er af þrem félög- um, hér í bæ, mæðrafélaginu, þvottakvennafélaginu Freyju og verkakvennafélaginu Framsókn. Barnaheimili þetta hefur starfað nú hátt á annan áratug og hefur æfinlega leitazt við að taka börn af þeim heimilum, sem mesta þörfina hafa haft fyrir það í hvert sinn. 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.