Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 1. hefti 1962 anneíóon: Stjómarskráin og þátttaka íslands í alþjóðastofnunum. Afmæliserindi Háskólans flutt 14. október 1962 Hér verður fyrst og fremst fjallað um þá spurningu, hverjar skorður stjórnarskráin setji aðild íslands að al- þjóðastofnunum. Er þá með alþjóðastofnun átt við hvers konar þjóðabandalag og stjórnarstofnanir þess, hvort sem aðildarríkin eru mörg eða fá. Jafnframt verður vikið að þeirri spurningu, hvort skuldbindingar gagnvart al- þjóðastofnunum geti leitt til þess, að landið verði elcki lengur talið fullvalda i þjóðréttarlegum skilningi. Loks verður lítillega athugað, hvort þörf sé á nýjum stjórn- lagaákvæðum vegna aukinnar þátttöku íslands i alþjóð- legu samstarfi. Það er eðlilegt, að þvílíkar spurningar vakni um þess- ar mundir. Við stöndum nú andspænis örari þróun á sviði þjóðaréttar og alþjóðasamvinnu en átt hefur sér stað áður. Margvislegri milliríkjasamvinnu hefur fleygt fram síðustu áratugina, einkanlega eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Það hefur verið stofnað til víðtækari, fjöl- breytilegri og valdameiri alþjóðasamtaka en nokkru sinni fyrr. Millirikjasamningar hafa sivaxandi áhrif á setn-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.