Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 5
ríkin alþjóðastofnun ákvörðunarvald um tiltekin innan- rikismálefni — veita henni eiginlega hlutdeild í ríkis- valdi. Þær alþjóðastofnanir, er slíkt vald fá, eru þá orðn- ar einskonar „yfirríkjastofnanir“ á ákveðnum sviðum — eru að sumu leyti millistig á milli þjóðabandalaga og bandaríkja. Þátttöku í þvilíkum alþjóðastofnunum fylgja alltaf vissar fullveldistakmarkanir fyrir aðildarríkin. Slík- ar alþjóðastofnanir eru að vísu fátíðar enn sem komið er, en eftir því, sem nú horfir, er líklegt, að þeim vaxi fiskur um hrygg. Þær stofnanir i Evrópu, sem hér eru einkum liafðar í huga, eru Efnahagsbandalagið, Kola- og stálsamsteypan og Kjarnorkumálastofnunin. Þessi þrjú bandalög eru stofnuð af sexveldunum, þ. e. Frakklandi, Þýzkalandi, Ítalíu, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg, sem hingað til liafa einnig verið einu þátttökuríkin, nema hvað Griklcland hefur gerzt aukaaðili Efnahagsbandalags- ins. Stjórnarstofnunum þessara bandalaga, einkanlega ráð- herranefndinni og dómstólnum, eru fengin mjög víðtælc völd, svo sem síðar mun nánar að vikið. Svo virðist sem Efnahagsbandalagið muni færa veru- lega út kvíarnar á næstunni. Eru taldar horfur á, að margar, eða jafnvel flestar, þjóðir Vestur-Evrópu teng- ist bandalaginu, ýmist sem fullgildir aðilar eða auka- aðilar. Þegar litið er til þeirrar framvindu, sem hér hefur átt sér stað, svo og þeirrar þróunar, sem vænta má á komandi árum, er skiljanlegt, að sú spurning liafi vakn- að viða um lönd, livort stjórnarskrár setji framsali eigin- legs ríkisvalds í hendur alþjóðastofnunum engin tak- mörk, eða með öðrum orðum, hversu langt megi ganga í þá átt að afsala smám saman rikisvaldi til aiþjóða- stofnana án sérstakrar stjórnlagaheimildar eða undan- genginnar stj órnarskrárbreytingar. Við samningu stjórnlaga, að minnsta kosti hinna eldri, hefur hin nýtiikomna, aukna og sérstæða alþjóðasam- vinna alls ekki verið höfð í huga. 1 stjórnarskrám var Tímarit lögfræðinga a

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.