Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 6

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 6
því sjaldnast að finna skýr og ótvíræð svör við framan- greindri spurningu, enda eru þær flestar hverjar fáorð- ar um milliríkjasamskipti, hafa að jafnaði látið sér nægja að taka fram, hvaða stjórnvöld væru i fyrirsvari fyrir rikið út á við. Drlausn þessarar spurningar hefur því fyrst og fremst hyggzt á stjórnarskrártúlkun í hverju landi fyrir sig. Við henni verða ekki gefin nein algild svör, því að stjórnlagaskýring er talsvert breytileg frá einu landi til annars. Hvert ríki verður að svara þessari spurningu fyrir sitt leyti. Niðurstaðan hefur orðið sú, að ýmis ríki hafa tekið i stjórnarskrá sína sérstakt ákvæði er lýtur að þátttöku þeirra í alþjóðastofnunum. Heimila þau innan vissra takmarka og með tilteknum skilyrðum valdaframsal til alþjóðlegra stofnana án stjórnarskrár- breytinga hverju sinni. Slik ákvæði hafa t. d. verið tekin upp í stjórnarskrár Danmerkur, Noregs, Vestur-Þýzka- lands, Frakklands, Italiu, Hollands og ef til vill fleiri landa. Ákvæði þessi eru nokkuð sitt með hvorum hætti, en það verður hér eigi rakið. Hér á landi hefur spurning þessi lítið verið rædd hing að til. Skiptir hún þó siður en svo minna máli hér en annars staðar.. Island hefur í æ ríkara mæli tekið þátt í alþjóðasamvinnu. Það hefur gerzt aðili margvíslegra alþjóðasamtaka, svo sem Sameinuðu þjóðanna, Atlants- hafsbandalagsins, Evrópuráðsins og Norðurlandaráðsins, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Líklegt er og, að Islend- ingar verði áður en langt um liður að gera það upp við sig, hvort eða hverra tengsla Island eigi að æskja við Efnahagsbandalagið. Að visu virðast flestir landsmenn sammála um, að vegna sérstöðu Islands komi full aðild þess ekki til greina. En þó aðeins sé hugsað til svokall- aðrar aukaaðildar eða jafnvel annarra lauslegri tengsla við bandalagið, þarf allt að einu að leysa úr þeirri spurn- ingu, hvort stjórnarskráin setji þar einhverjar skorður. Það er því sérstakt tilefni til þess nú, að kryfja þetta úrlausnarefni til mergjar. En það er skiljanlegt, að at- 4 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.