Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 9
stöðu verða naumast skiptar skoðanir. Hitt er aftur á móti spurning, sem lcrefst vissulega nánari athugunar, hvort samþykki Alþingis eitt saman sé alltaf fullnægj- andi heimild samkvæmt íslenzkum stjórnlögum, þegar um er að ræða aðild að alþjóðlegum stofnunum, 21. gr. stjórnarskrárinnar þarf ekki — og má ekki — að mínum dómi skilja svo, að samkvæmt henni séu forseta að fengnu samþykki Alþingis heimilaðir hvers konar milli- ríkjasamningar, hvers efnis sem eru. Það væri í alia staði óeðlilegt, að Alþingi gæti heimilað milliríkjasamn- ing, sem raunverulega gerbreytti stjórnarskránni, leyfði t. d. eitthvað, sem þar væri algerlega bannað eða brevtti starfsskiptingu á milli handhafa ríkisvaldsins. Ég er þvi þeirrar skoðunar, að þrátt fvrir vöntun beinna stjórnlaga- ákvæða þar um, þá verði eiginlegu ríkisvaldi, sem í stjórn- arskránni er fengið tilteknum aðilum, eigi takmarka- laust afsalað með milliríkjasamningi, hvort heldur er til annarra rikja eða alþjóðastofnana, nema samkvæmt sér- stakri stjórnlagaheimild eða að undangenginni stjórnar- skrárbreytingu. I íslenzku stjórnarskránni er að vísu engin hátíðleg full- veldisyfirlýsing, svo sem er í stjórnarskrám sumra ann- arra ríkja. Þar er t. d. ekkert ákvæði hliðstætt 1. gr. norsku grundvallarlaganna, en þar segir, að Noregur sé „et fritt, selvstendig, uavhendelig og udelelig rike“. Samt sem áður virðist mér augljóst, að ríkisstjórn Islands gæti ekki, þó að samþykki Alþingis væri fengið, með milli- ríkjasamningi einum saman án stjórnarskrárbreytingar játast undir jíirráð annars ríkis, svo að gilt væri að ís- lenzkum stjórnlögum. Slikt fullveldisafsal gæti ekki átt sér stað án stjórnlagabreytingar. Sama máli gegndi, ef Island ætlaði að gerast þátttakandi í bandaríkjum, sem liefðu sameiginlega stjórnarskrá. Island gæti ekki gengið í slíkt sambandsríki að óbreyttri stjórnarskrá. Slíkt væri ósamrýmanlegt stjórnarskránni, bæði sjálfu stjórnar- forminu, einstökum stjórnarskrárákvæðum, sjálfstæði Tímarit lögfræðinga 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.