Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 10
landsins og öllum forsendum stjórnarskrárinnar. Þessu munu flestir játa, þótt ekki sé þetta berum orðum bann- að í stjórnarskránni. Að sjálfsögðu gegnir almennt allt öðru máli um þátt- töku í þjóðabandalagi eða alþjóðastofnun, en þar eru tengsli eða samstarf aðildarríkjanna byggð á milliríkja- samningi en ekki á neinni sameiginlegri stjórnarskrá, enda er þar að jafnaði um miklu lauslegri tengsl að ræða en hjá bandaríkjum. Þar er það langoftast svo, að aðiidarrikin balda eftir sem áður óskertu ákvörðunar- valdi um öll sín málefni. Ályktanir stjórnarstofnana bandalagsins verða þvi aðeins bindandi fyrir hin ein- stöku bandalagsríki, að þau samþykki þær. Þar risa yfirleitt engin stjórnskipunarleg vandamál. Það er enginn vafi á því, að ísland gæti gerzt aðili slíkra alþjóðastofn- ana með þeim hætti, er segir i 21. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnlagafræðilegar spurningar vakna þá fyrst, er al- þjóðastofnunum er fengið sjálfstætt ákvörðunarvald um þau málefni, sem þær eiga að fjalla um, þegar ísland t. d. skuldbindur sig til að hlíta ákvörðun alþjóðastofn- unar um tiltekin málefni, án tillits til viljaafstöðu ís- lenzkra stjórnarvalda hverju sinni. Þá fyrst rís sú spurn- ing, hvort milliríkjasamningur, gerður að fenginni heim- ild Alþingis samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar, sé full- nægjandi grundvöllur aðildar að alþjóðastofnun, eða hvort sérstök stjórnlagaheimild eða stjórnarskrárbreyt- ing sé nauðsynleg. Þeirri spurningu er ekki unnt að svara ákveðið og afdráttarlaust, nema spurt sé um alveg tiltekna alþjóða- stofnun. Þann fyrirvara verður að hafa i huga. Ég býst við því, að milliríkjasamningur samkvæmt ályktun Alþingis en án undangenginnar stjórnlagabreyt- ingar verði oftast talinn fullnægjandi, en ekki þó alltaf. En hvenær er samþykki Alþingis samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar nægilegt og hvenær er sérstök stjórn- lagaheimild eða stjórnarskrárbreyting óhjákvæmileg? Með 8 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.