Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Blaðsíða 14
skyldu til þess að standa að sinum hluta undir útgjöld-
um samtakanna.
Aðild Islands að öllum þeim alþjóðasamtökum, sem
hér hafa verið nefnd, hefur verið ákveðin án undangeng-
innar stjórnarskrárbreytingar. Sérstakrar stjórnlagaheim-
ildar hefur heldur aldrei verið talin þörf. Það verður
meira að segja ekki séð, að því hafi nokkru sinni verið
hreyft í sambandi við þátttöku íslands, að þörf væri á
stjórnarskrárbreytingu. Stjórnlagafræðilegar spurningar
virðast alls ekki hafa borið á góma í umræðum um þátt-
töku í þessum alþjóðastofnunum, og var þó mikill ágrein-
ingur um aðild að sumum þeirra, svo sem t. d. Atlants-
hafsbandalaginu. Þar var að vísu orðað, að Alþingi hefði
ekki lagalegan rétt til að heimila samninginn, en án þess
að til stjórnarskrár væri sérstaklega vitnað þvi til styrkt-
ar. Það virðist þannig enginn vafi hafa leikið á um það
í neinu af þessum tilfellum, hver væri hin rétta aðferð,
er Island gerðist aðili að alþjóðastofnun.
Eins og áður er sagt, eru þær alþjóðastofnanir, sem
hér er um að ræða, að mörgu leyti ólíkar, ekki aðeins
um völd og verkefni, heldur og um skipulag og starfs-
háttu. En í einu eiga þær allar sammerkt, hvernig svo.
sem skipulagi þeirra og valdsviði að öðru leyti er háttað.
Akvarðanir af þeirra hendi, þær, sem á annað borð eru
bindandi, eru einungis skuldbindandi fyrir íslenzka ríkið,
en fá ekki gildi hér á landi, nema fyrir tilstilli handhafa
ríkisvaldsins — eftir atvikum löggjafa, framkvæmdar-
valdshafa eða dómstóla. Þær eru með öðrum orðum þjóð-
réttarlegar skuldbindingar fyrir rílcið, en verða ekki
settar á bekk með landslögum eða innlendum úrskurðum.
Islenzk þar til bær stjórnarvöld verða sérstaklega og
með viðeigandi hætti að gefa þeim gildi hér á landi til
þess að þeim verði beitt eða framfylgt hér. I reyndinni
er þeim aðilum það þó enganveginn ætíð i sjálfsvald
sett, hvort þeir gefa ákvörðunum frá þessum alþjóða-
stofnunum gildi hér á landi eða ekki, því að ríkisstjórn
12
Tímarit lögfræðinga