Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 18
stofnunum á borð við Efnahagsbandalagið og önnur þau bandalög sexveldanna, sem áður eru nefnd, nema sam- kvæmt sérstakri stjórnlagaheimild eða að undangeng- inni stjórnarskrárbreytingu. En ég skal fúslega játa, að sú ályktun er sjálfsagt ekki óumdeilanleg. Eins og áður er sagt, eru þvílíkar alþjóðastofnanir fátiðar enn sem komið er, og raunar ekki hér í Vestur-Evrópu aðrar en þau þrjú bandalög, sem nefnd hafa verið, svo vitað sé. Tilraun sexveldanna á sínum tima til stofnunar land- varnabandalags, sem fól i sér, að landvarnir þeirra og hernaðarmálefni skyldu sett undir sameiginlega yfirstjórn, fór út um þúfur, er franska þingið synjaði bandalags- sáttmálanum staðfestingar, en Frakkar höfðu þó átt frum- kvæðið að stofnun þess bandalags. Hins vegar má vel vera, að slíkum „yfirríkjastofnunum11 fari fjölgandi í framtíðinni, hvort sem okkur Islendingum likar sú fram- vinda betur eða verr. Það bendir einmitt ýmislegt til þess, að þróunin stefni i þá átt, að skyldar þjóðir tengist sam- an í stærri einingar af þessu tagi. Almennar hugleiðing- ar um það, hverjar skorður stjórnlögin setji við hugsan- legri aðild Islands að þvilikum alþjóðastofnunum, er því síður en svo út í bláinn. Hins vegar er það svo, eins og áður er sagt, að þeirri spurningu, hvort stjórnarskrár- breyting sé nauðsynleg vegna aðildar landsins að alþjóð- legum stofnunum, er því aðeins hægt að svara ákveðið, að miðað sé við alveg tiltekna alþjóðastofnun. Þar sem Efna- hagsbandalagið hefur hér einkum verið haft i huga og til þess hefur verið vitnað, er rétt að víkja sérstaklega að því, enda getur það varpað ljósi á málið almennt. Auðvitað er aðeins unnt að drepa á fáein megin- atriði. Efnahagsbandalag Evrópu byggist á Rómarsáttmálan- um svokallaða, sem undirritaður var 25. marz 1957 og gekk í gildi 1. janúar 1958, en samningar bandalagsríkj- anna höfðu staðið yfir frá því á árinu 1955. Samtímis Efnahagsbandalaginu var Kjarnorkumálastofnun Evrópu 16 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.